Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Eru til lyf við þessu?


SKO ..... Handtaskan mín týndist í fyrradag með peningaveskinu og öllu málningardótinu. Fann hana í gær mér til mikillar ánægju. Í gær var ég að flýta mér svo voðalega mikið eitthvað að ég hentist út um dyrnar og í sama augnablikinu og ég lokaði hurðinni mundi ég að það borgar sig að hafa lykla með. OBBOBOBB ... Bíllyklarnir og húslyklarnir læst inni. Klukkan 13:55 og ég átti að vera mætt kl.14 og átti þar að auki eftir að fara á tvo staði í viðbót. Æ æ æ. Ég er alltaf að reyna að taka mig á í því að vera svona utan við mig, en það er greinilega ekki að ganga vel. Núna er kortið mitt týnt og ég veit ekkert um það!! Man eftir því að hafa verið með það í höndunum þegar ég kom heim í nótt en í einhverju utangátta kasti hef ég stungið því á vel falinn stað.
Ég er alltaf að mæta á vitlausum tímum í Söngskólann og um daginn var ég að fara í klippingu. Ég datt í einhverjar voðalegar pælingar á leiðinni og áður en ég vissi af var ég búin að leggja fyrir utan Söngskólann þegar ég mundi að ég var að fara í klippingu en ekki að syngja. Ég er alveg viss um að ef hausinn væri ekki fastur á mér væri ég búin að týna honum. Hvernig er þetta hægt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home