Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Hringavitleysan endalausa

Ég hef aldrei, mit hele liv, átt reglulega frídaga virka morgna ... Á þessari önn á ég hins vegar frí mánudags- og miðvikudagsmorgna .. Alltaf er planið að fara snemma á fætur því ekki veitir mér af því að nota tímann!! ... En alltaf snúsa ég og snúsa og snúsa á þessum blessaða síma og þegar ég fæ nóg af snúsinu slekk ég á því og held áfram að sofa .... Bölvað vesen!! Þetta leiðir auðvitað af sér að ég er heldur betur vakandi þegar skikkalegur svefntími brestur á um kvöldið. Mín er bara alltaf vakandi fram eftir öllu og þá er ekki um annað að ræða en að heyra hvað Dr.Phil hefur að segja á skjánum. Hann er alltaf með einhverja speki á hverju kvöldi. Þar sem ég sofna seint á kvöldin vandast svo málið þegar ég á að mæta í skólann á morgnana. Mér finnst eins og ég sé með heilan fíl ofan á augnlokunum. Snúsið er auðvitað til staðar og stundum slekk ég bara á vekjaranum án þess að vita af því ... Ég dey hins vegar ekki ráðalaus!! Nýjasta nýtt er að stilla remainderinn líka þannig að hann hringir hálftíma áður en ég á að mæta, svona n.k. neyðarhringing. Væri nú ekki gáfulegt að koma sér út úr þessum vítahring???

Finnland í lok mars eins og margir vita ... Ég sá mér leik á borði og hleypti Danmerkurbakteríunni á stjá. Smá breyting á fluginu svo ég geti stoppað nokkra daga í Danmörku á leiðinni heim. Er meira að segja búin að fá lánaða íbúð hjá vinkonu minni, en hún verður á Íslandi .... Egill Pálsson er alltaf að suða í mér að fara líka en ég er ekkert viss um að ég vilji að hann sjái dýrðir Danmerkur því það er ekki víst að hann komi aftur heim, múahahaha!!

Mál málanna. Á laugadaginn er ég að fara að syngja með Kammerkór Rvk og spila á þverflautuna með þremur kórum og kór í Mosfellsbæ. Tónleikarnir eru í Hásölum í Hafnafirði og byrja kl.17. Miðaverðið er 1000 kr. Ég verð rosalega ánægð ef ég sé eitthvað andlit sem ég þekki á tónleikunum!! Hálf dapurt stundum þegar ég er að syngja eða spila í Rvk því ekki sýnir karl faðir minn nokkurn áhuga á minni tónlist og svo eru vinirnir ekkert súper spenntir fyrir einhverri kóratónlist. Þannig að ef einhver sér eitthvað annað en kvöl og pínu við þetta yrði ég súper glöð að sjá kunnuglegt andlit.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home