Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Laugardagskvöld


Ekki komst ég á alla staði sem voru á áætluninni í gærkvöldi!! Ég byrjaði hjá Bryndísi og var þar í góðum gír ásamt öllum þessu frábæru frændsystkinum og mökum þeirra ...
Þaðan fór ég til Jónatans og voru flestir vel í glasi þegar ég mætti. Ég viðurkenndi eina mikilvæga staðreynd fyrir sjálfri mér. Mér finnst ALLIR karlmenn sem sitja með gítar og syngja í partýum rosalega spennandi. Ég er meira að segja búin að finna einn svoleiðis handa mömmu, og vinn hörðum höndum í að tala fallega um hana í návist hans!! .... held sko að það sé að virka. Hann verður að syngja með mér á sinfoníutónleikunum þannig að þá er kannski tækifærið til að láta til skarar skríða og kynna þau .. hehe ..
EN í þessu umrædda partýi voru 5 stk. sem gripu í gítarinn þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur að ég var í s-inu mínu!! ... Þarna var líka staddur einn nokkuð álitlegur (án gítars) og þegar ég fór að spjalla við hann komumst við að því að amma hans og langafi minn eru systkini. Bara fyndið!! ... Stúlkur ... ég á semsagt álitlegan frænda sem ég mæli með fyrir ykkur.
Eitthvað voru partýgestir ósammála um hvert ætti að fara eftir partýið og fór hluti niður í bæ að dansa salsa og annar hluti á Gullinbrú eða þar á Menn í svörtum fötum. Ég skutlaði fólkinu í geim og dissaði svo báða hópana og kíkti á Hverfis. Hún Linda Hlín var þar stödd og verð ég að koma inná að hjá henni skvísunni tíðkast sko ekki að bíða í röðum eins og hjá öðrum venjulegum borgurum. Það er með ólíkindum hvað henni tekst alltaf að koma okkur framhjá öllum löngu röðunum. Ýmist þekkir dyraverðina, blikkar þá eða spinnur upp einhverjar magnaðar sögur ... Gaman að þessu :) Hann Tommi á Sauðadalsá (var skömmuð þegar ég sagði Tommi sauður) var semsagt svikinn þetta kvöld því ég beilaði á útskriftarpartýinu.
Annars er spennandi vika framundan .. Æfingar á morgnanna með sinfoníunni, og tónleikarnir um næstu helgi. Á laugadagskvöldið stefnir svo allt í Viðeyjarferð í þriggja rétta máltíð og ball með Jagúar. Ekki dónalegt það!! Engin lokaákvörðun tekin samt um það í bili ....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home