Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Ísland í dag

ÉG fór á djammið í gærkvöldi. Það er ekki frásögum færandi nema það að all miklar pælingar fóru í gang. Reyndar fóru þessar pælingar ekki í gang bara eftir þetta kvöld en það toppaði svo sannarlega þá kenningu mína að karlþjóðin sé gengin af göflunum. FRAMHJÁHALD .. er að tröllríða landanum!!!!!

Ég er trekk í trekk að verða vitni að einhverju slíku .. og jú .. maður hefur líka lent í þeim nokkrum sem eiga konu heima. Síminn minn fékk nokkrar sms sendingar í nótt .. já já .. Einn samviskulaus sem vildi endilega hitta mig. Þegar ég spurði til hvers í andsk. hann væri að bögga mig því hann ætti nú konu heima (a.m.k. samkv. sögusögnum) fékk ég klisju ársins til baka. "Bögga? Getum við samt ekki verið vinir?" WHAT!! Eins og ekkert væri sjálfsagðara ... Þvílík móðgun að halda að maður taki þátt í svona endemis vitleysu ... Og by the way .. Hvað felst í skilgreiningunni vinur í dag??

Ein af mínum vinkonum var með mér á þessu ágæta djammi. Á öxlinni á henni hékk "vinur" sem suðaði í henni að fá að fara með henni heim ... Konan hans var nú þarna líka, en virtist vera algjört aukaatriði ......

.... og mínar kæru vinkonur, þið hafið allar lent í einhverjum svona dæmum er þaggi :)


Ekki er ég að segja að nærri því allir séu svona samviskulausir .... en SKUGGALEGA margir eru þeir ... og já ótrúlegasta fólk sem maður myndi ekki trúa til að drepa flugu ...

Annars er þetta búinn að vera hinn ágætasti konudagur ... Byrjaði daginn á Línu Langsokk með minnstu systur og fór svo í bollukaffi til Kristínar mömmu hennar. Hún og maðurinn hennar voru að kaupa sér íbúð og því tími til að losa sig við dót. HEPPIN ÉG. Hún gaf mér súper fína kápu, peysu, tösku, kjól og lánaði mér svo geggjað flott stígvél .. Segið svo að maður eignist ekki föt þegar maður er fátækur námsmaður :) Í kvöldmatinn innheimti ég svo máltíð sem ég átti inni hjá Binna þannig að ég fékk þessa líka dýrindis pizzu ... mmm ... Þaðan lá svo leiðin heim, snemma í bælið, og veitti Noru Jones þann heiður að syngja mig í svefn þennan merka dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home