Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Söngskólinn og Sinfó

SKO ...
Ef einhver hefur í huga að skella sér á afmælistónleika Söngskólans ásamt Sinfoníuhljómsveit Íslands þá er um að gera að hafa samband við mig eigi síðar en kl.18 á föstudag (27.feb).
Ég fæ 700 kr. afslátt á miðunum ... Miðinn kostar því 1800 kr. eða 2000 kr. í staðin fyrir 2400 kr. eða 2700 kr. Verðið fer eftir því hvar maður situr ...
Þetta verða frábærir tónleikar en á efnisskránni eru forleikir, aríur, kvintettar og kórar m.a. úr Töfraflautunni, Carmen og Carmina Burana. Einsöngvarar verða Elín Ósk Óskarsdóttir, Eivör Pálsdóttir, Snorri Wium og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Kórinn skipa nemendur söngskólans og óperukórinn en samtals er þetta um 200 manna kór. Ekki dónalegt það!! .. já og ekki má gleyma að taka fram að Garðar Cortes skólastjórinn okkar stjórnar öllu apparatinu.
Tónleikarnir eru í Háskólabíó en þeir eru kl.19:30 föstudagskvöldið 5.mars og seinni tónleikarnir laugadaginn 6.mars kl.15:30.
Ég mæli alveg hiklaust með þessu, allavega er undirbúningurinn hjá okkur mjög strangur og mikið lagt í þetta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home