Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Uppskrift að góðum sunnudegi


Þessi uppskrift var prófuð í góðra vina hópi síðast liðinn sunnudag og fær fyrstu einkunn :)

Vakna kl.11
Syngja í 3 klst. (undirbúa fyrir sinfoníutónleikana)
Labba niður á tjörn og þakka fyrir að maður sé ekki önd.
Taka hring í Kolaportinu, og kaupa tvo klassíska geisladiska.
Setjast á kaffihús, lesa blöð og slúðra.
Spila eitt Trivial til að minna sjálfan sig á hvað maður er illa að sér í landafræði.
Panta pizzu með alls kyns skrítnu áleggi og láta sig hafa það. TILBREYTING er af hinu góða!!
Spila eitt Risk og upplifa þannig sjálfan sig með völd yfir heiminum.

Heima beið mín hrúga af verkum .. EN .. það er alveg nauðsynlegt að gleyma stundum hringiðu lífsins og njóta þess að lifa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home