Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, mars 02, 2004

Föstudagskvöld


Alveg gleymdi ég að minnast á föstudagskvöldið góða ... Jórunn fékk þá snilldar hugmynd um að við færum á tónleika með Eivör Pálsdóttur. Við byrjuðum kvöldið í stofunni hjá henni í Hverfisgötunni þar sem ég tók smá test af pizzu með gulum baunum. Skárra en ég hélt!! ... mun skárra en fjandans ólívurnar sem Ausan píndi í mig um daginn. Þá lá leiðin að sækja Völlu og svo á tónleikana. Guðný mín, okkur vantaði bara þig!! Við komum á réttasta augnabliki EVER því við náðum síðustu sætunum í húsinu. Endalaust mikið af fólki sem þurfti að standa. Ég hef svolítið fylgst með Eivöru og alltaf líkað vel en þessir tónleikar toppuðu ALLT. Þvílíkur snillingur sem þessi stelpa er. Ég hef aldrei heyrt nokkra söngkonu með eins gott vald á röddinni sinni og svo vantar henni ekki hæfileikana á gítarinn. Endalaust flottar útsetningarnar hjá henni og hvergi feilnótu eða feilhljóm að heyra. Túlkunin hjá henni er líka ótrúleg. Hún hreyf mig með sér á hvern staðinn á fætur öðrum í lögunum sem hún flutti. Definitely gonna by the CD!! ... og thank god fyrir hana Jórunni mína því hún kann sko að meta menningarviðburði ... Eitt að segjast kunna meta þá og annað að meta þá með því að fara á þá, svoleiðis fólk er að mínu skapi!! :) .... svo er það bara Norah Jones í Noregi í júní. Það er nú ansi freistandi sko!!!

Annars má ég til með að koma að einu hrósi.
Hrós konudagsins: Þrátt fyrir harða samkeppni toppaði Heimir bróðir minn allt saman. Kappinn fór sko og keypti blóm handa móður okkar. Þóttist reyndar ekkert kannast við það fyrst, og mamma ekkert að botna í þessu, en svo leysti hann nú frá skjóðunni. Vonandi gleymir hann einhvern tímann öllum rifrildunum okkar um uppvaskið á heimilinu og færir mér blóm þegar ég á síst von á :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home