Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, mars 18, 2004

Jahá ...

Ég kíkti á Kaffibrennsluna í gærkvöldi með sjaldséðum hvítum hröfnum, jú og tveimur sem ég hitti reglulega. Þessar sjaldséðu voru Laufey og Kolla Stella, hinar tvær úr RISK-akademíunni, Erla og Auður. Eitt atriði vakti athygli okkar allra!! ... Á þessu blessaða kaffihúsi er klósett fyrir fatlaða, gott mál!! Það er ekki fræðilegur möguleiki fyrir fatlaða manneskju að komast þangað, vont mál!! Þeir sem hafa vanið komur sínar á Brennsluna vita að til þess að komast á þetta ágæta klósett þarf maður upp stigann, upp á pall, og svo þaðan niður langan þröngan stiga. CLEVER blekkingarleikur við lögin. Það er jú í lögum að hafa klósett fyrir fatlaða ... en segja lögin að fatlaðir þurfi að komast þangað ... IRONIC .... Mér þætti allavega skárra að það væri bara ekkert klósett fyrir fatlaða í staðinn fyrir þennan fíflagang!! ..... þetta er allavega vanvirðing að mínu mati!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home