
Gestabókinni minni er farið að líða voðalega illa. Hvernig væri nú að einhverjir af þessum tæplega hundrað á dag færu að kvitta fyrir sig svo ég viti hverjir nenna að lesa bullið í mér :) Alltaf gaman fyrir forvitna manneskju eins og mig að vita það!!
Eitt enn. Kammerkór Rvk er með tónleika á laugadaginn n.k. kl.16. Kórinn hefur hingað til fengið mjög góða dóma þannig að þetta ættu að verða feikna góðir tónleikar. Okkur er mikið í mun um að tónleikarnir verði góðir því við vorum að fá boð um að koma til Bandaríkjanna. Ég er að spila á þverflautuna og Ardís ansi áberandi í einsöngsatriðum. Mæli með að þið missið ekki af þessu!! Tónleikarnir eru í Lauganeskirkju og miðaverð 1500 kr. Ef einhver hefur áhuga er ég með miða til sölu og er þá bara að hafa samband eða láta vita í kommentkerfinu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home