Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, mars 07, 2004

Litlu sætu kisurnar


Strembin helgi gengin í garð. Að baki eru tveir tónleikar Söngskólans ásamt Sinfoníuhljómsveit Íslands. Bara gaman!! .....
Eftir sýningu á föstudag kíkti ég á Kennó liðið sem hafði farið á fræðslufund sem ég kom ekki fyrir í dagskránni. Ekkert um það að segja nema að ég var edrú og hinir ekki bara fullir heldur gjörsamlega á skallanum!! Það þarf nú eitthvað að efnagreina þessa drykki sem kennaranemum voru gefnir á þessum fundi :) STUPP STOPP .. hjá mér og ákvað að eyða nóttinni í sveitasælunni í Mosfellsdalnum. Þar sem ég er að reyna að sannfæra mömmu um að passa fyrir mig kettling í maí ákvað ég að vera rausnarleg og bjóða henni Láru (kettlingnum í sveitinni) að sofa uppí hjá mér í stað þess að hýrast innilokuð. Kisan litla úthýsti sjálfri sér á nokkrum mínútum. Þegar ég, þreytta manneskjan, slökkti ljósið og hugðist ætla að fara að sofa ákvað Lára að svo yrði ekki. Hún fann uppá leik sem mér var ekki skemmt yfir!! Jáh, henni fannst rosa sniðugt að fela sig og koma svo stökkvandi upp á hausinn á mér. Það kostaði mig nokkur aukaandtök og öran hjartslátt. Ég reyndi með góðu móti að skamma kisuna og senda henni svona reiðisvip og slökkti ljósið aftur. Hún tók greinilega ekkert mark á mér því svona gekk þetta. Kötturinn kom alltaf fljúgandi í átt að andlitinu á mér og ég varð hræddari og hræddari við kattarskömmina sem var greinilega skemmt yfir þessu uppátæki sínu. Á endanum sá ég fram á lifa nóttina ekki af með þessu áframhaldi því púlsinn var orðinn hættulega hár. Þetta var svona tilfinning eins og að bíða alltaf eftir að einhver myndi bregða manni. Lára var tekin með valdi og lokuð inni!! ...

Viðeyjarferðin verður svo blogguð svart á hvítu fljótlega ...


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home