Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, mars 22, 2004

Mikilvægt símtal

Ég var að fá mikilvægt símtal. Jamm, það var nefnilega söngkennarinn minn sem var búin að fá út úr tónleikamatinu mínu. Semsagt búið að skera úr um hvort ég fer í próf!!

Í dag fór ég í tíma og sagði kennarinn mér búa mig undir það versta. Í fyrsta lagi hefði ég sungið svo langt undir getu og í öðru lagi þá er sú sem hlustaði á mig mjög ströng.

og daddara ....... Dóra kennari sagði mér að setjast niður. ,,Ertu örugglega sest?"

Öllum að óvörum fékk ég líka þessa fínu dóma. OMG. Röddin mjög hljómmikil og falleg, skemmtilegur flutningur á Se tu ma mi, góð framkoma, tíhíhí o.s.frv. Fyrst hélt kennarinn minn hreinlega að hún hefði ruglast á nemendum ... en nei svo var ekki. Ég með mína streptokokka, sem ég var að ná mér í, brosi þess vegna hringinn!! Ég er ekki búin breyta um skoðun og orðin ánægð með mína frammistöðu á tónleikunum. Ó NEI, langt frá því. Ég er ánægð með að vita sjálf að ég get gert mikið betur þannig að ef ég tek mig saman í andlitinu ætti ég að standa mig vel á prófinu ......

Nú get ég hætt að hlaupa í burtu og forðast konuna sem var að dæma mig!! Ímyndunarveikin fór aðeins með mig í gönur því ég var viss um að hún myndi senda mér illan svip þegar hún sæi mig. Í staðin ætla ég að senda henni RISASTÓRT bros :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home