Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, mars 25, 2004

Þorlákshöfn

Jamm. Allt tónmenntagengið, minns, Gummi og Svanur, lagði land undir fót og skellti sér í Þorlákshöfnina í gær. Reyndar byrjuðum við á að hitta Stebba gestgjafann okkar í Rvk og tékkuðum á statusnum á Pítunni og Ríkinu .... Eftir smá rúnt á Þorlákshöfn kíktum við í heimsókn í skólann. Þar fylgdumst við m.a. með nemendum á leikæfingu, en þar er verið að setja upp Þrek og tár, hvorki meira né minna. Þá var haldið heim til Stebba ... !! Hann fór að kenna í tónkjallaranum sínum og við að bralla eitt og annað .... Kíkja í kollur, horfa á tónleika á DVD, spjalla við Önnu konuna hans Stebba o.s.frv.
Síðan var það kvöldmaturinn .... sem er sér kapituli út af fyrir sig. Stebbi meistarakokkur og Gummi aðstoðarkokkur sáu um þá deild. Þeir framreiddu kínverska rétti á færibandi ... og að sjálfsögðu kom ekki annað til greina en að borða með prjónum. Já takk fyrir, gafflar og hnífar, voru ekki leyfðir undir nokkrum kringumstæðum. Heimilisfólkið hafði þónokkuð forskot á okkur hin í tækninni með prjónana. Ég horfði með girndaraugum á hvern bitann á fætur öðrum sem hrundi af prjónunum hjá mér. Þetta var nefnilega alveg svakalega góður matur ... EN ... Ég lenti í smá hremningum!! ER ekki búin að komast að því hvort þetta var samantekið ráð um að drepa mig ... Það fór algjörlega fram hjá mér að í einum réttinum var svona stór biti grænn biti af chili ávexti eða hvað það nú heitir. Myndin fyrir ofan sýnir allavega kauða. Það var ekki á planinu að neinni myndi borða hann!! Mér tókst auðvitað að gera það, í góðri trú um að ég væri að innbyrða papriku. NEVER AGAIN!! ON FIRE ... Ég hélt hreinlega að það þyrfti að kalla út slökkviliðið ... Tárin láku í stríðum straumum og allar stíflur sökum kvefs létu sig hverfa í smástund .. já og allir við matarborðið misstu sig úr hlátri. Með hjálp nokkura vatnsglasa og ísmola jafnaði þetta sig nú fyrir rest .. Auðvitað þurftu Gummi og Svanur að prófa að smakka þetta líka for the fun of it. Það kom einhver fear factor stemning í drengina. Ég hins vegar hélt mig í hinum réttunum .... Eftir matinn horfðum við svo á nokkuð efnilega video-spólu. Í hverri einustu viku höfum við tekið upp einhver lög í tíma, misgóð :) Það var allavega ekki leiðinlegt að horfa á þetta ... jedúddamía. Eftir spóluna fórum við niður í kjallara að láta reyna á snilli okkar í tónlist. Mikið rosalega held ég að nágrannarnir hafi verið ánægðir ... Við með söngkerfi, magnara, trommusett og svona ... OG KLUKKAN ORÐIN MARGT. Ekki bætti úr skák að afraksturinn var nú varla tónlist .. Annað hvort bjórinn, rauðvínið með matnum, chili-ið eða eitthvað annað sem sá til þess að við litum ekki út fyrir að eiga að kunna eitthvað í tónlist. Eftir kjallaradjammið enduðum við kvöldið með smá stofuspjalli ... Statusinn daginn eftir þetta allt saman er eftirfarandi: Höfuðverkur, þreyta, meira kvef en í gær, og smá órói í maganum ;) EN VEL ÞESS VIRÐI, svei mér þá.
Þetta var alveg frábær heimsókn!!! ... eitt af þessum kvöldum sem verður ógleymanlegt. Stebbi og Anna eiga sko hrós skilið fyrir frábæra gestrisni ... !!! Þúsund þakkir fyrir mig.

En nú er það bara ferðatöskufílingurinn ... Ég þarf að vakna klukkan fjögur í fyrramálið. Jedúddamía, hvernig verður það hægt?? Þá hefst langt ferðalag, fyrst flug til Danmerkur og þaðan til Finnlands. Ég er búin að fá dagskrá í hendurnar og hlakka alveg rosalega mikið til. Það verður ekki leiðinlegt að eyða heilli viku með fólki sem hefur allt sama áhugamálið og ég ....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home