Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, mars 21, 2004

SKO ... Nú er þessari tónleikahrinu minni lokið!! Fjúff, alveg er ég dauðslifandi fegin. Ekki tónleikar aftur fyrr en 17. apríl!!

Ég heyrði eitt snilldar samtal eftir tónleikana!! Við erum með einn mjög ungan og efnilegan bassa innanborðs. Hann söng eitt einsöngslag og vakti mikla lukku því hann er með mjög sjaldgæfa djúpa bassarödd. Þessi strákur er mjög sérstakur og virkar ansi utan við sig ...!! en leið mjög gaman að honum. Ókunnug kona labbaði til hans og þakkaði honum kærlega fyrir sönginn. Hann leit á hana, sýnir engin svipbriðgi og sagði bara já. ,,Þetta var rosalega flott hjá þér" segir konan. Hann lítur aftur á hana, ennþá engin svipbrigði og sagði ,,já, ég veit það" og gekk í burtu. Á meðan stóð ég og tísti yfir hreinskilninni hans og svipnum á konunni.

Eftir tónleikana í gær fórum við söngspírurnar allar út að borða og svo í partý. Alltaf ákveðið sport að fara í kórpartý því þar spilar annar hver maður á gítar og dugir ekki annað en að syngja gamla slagara helst í fjórum röddum. Þar þurfa menn heldur engar hljóma- eða textabækur. Lögin koma bara á færibandi og maður þarf bara að passa uppá að muna að fá sér sopa af bjórnum inná milli þess sem maður bullar einhverjar raddir. Eftir partýið fórum við svo á Stuðmannaball, en þar var bara allt of mikið af fólki!! Maður þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að hreyfa sig á dansgólfinu því maður þeyttist bara í allar áttir með straumnum. Fór barasta snemma heim!! ... og lenti í enn einum leigubílstjóranum sem hefur þörf fyrir að segja manni meira en maður hefur áhuga á að vita. Greyið var í einhverri tilraunastarfsemi með plöntur á svölunum hjá sér. Svo höfðu plönturnar í garðinum víst eitthvað ruglast hjá honum í góða verðrinu og allt að gerast, nema hvað. Frostið poppar upp og allt í skrall ..... Já, svona talaði hann í hringi um plönturnar sínar, blessaður maðurinn. ÉG passaði mig bara að reyna að segja já, einmitt og nú er það á réttum stöðum!!

Annars fín vika framundan .... Vinna í lokaverkefninu ... sem reyndar er að taka mig á taugum þessa dagana!! .. síðan er ég að fara á Þorlákshöfn með tónmenntagenginu á miðvikudaginn. Eigum við ekki bara að kalla það vísindaferð, og þá vita allir hvað felst í því!! :) Kem til baka á fimmtudag og þá get ég barasta hugsað í fyrramálið fer ég til útlanda!! ... Á reyndar flug klukkan átta um morguninn þannig að maður þarf að rífa sig upp fyrir allar aldir. Þegar ég kem svo heim er orðið sudda stutt í brúðkaupið mikla, sem ég get ekki beðið eftir að sjá. Hef fulla trú að mútta og Egill bróðir eigi eftir að fara á kostum :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home