Sólin

Maganum mínum líður alveg ágætlega miðað við aðstæður, þónokkur fiðringur, en gæti verið verri. ÉG fór í síðasta söngtímann minn fyrir tónleikana í kvöld og gekk allt upp. Það var algjört must fyrir sjálfstraustið sem var komið í sögulegt lágmark. Nú er bara að hafa control á sjálfum sér og passa sig á að leyfa stressinu ekki að hlaupa með sig í gönur ... Ég er nefnilega meistari í að týna mér í hvað ef pælingum!! ... Hvað ef ég gleymi textanum? Hvað ef ég næ ekki hæstu tónunum? Hvað ef röddin bregst mér? Hvað ef, hvað ef. Ég ætla að segja þessum hugsunum stríð á hendur og standa mig!! Til hvers er ég annars í þessu söngnámi ef ég ætla ekki að njóta þess að syngja fyrir fólk ...
Mér er hætt að lítast á blikuna með þessa könnunn ... :) USS USS USS. Trúi ekki uppá ykkur að þið hafið trú á að ég ætli að daga upp á Blönduósi :) Annars hef ég grun um að einhverjir litlir púkar hafi hlaupið í suma og þeir séu meira að gera grín í mér .... :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home