Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, mars 09, 2004

Stóra systir

Ég held barasta að ég sé ágætis stóra systir (nema stundum við Heimi). Hún Edda Björg var svo góð að gefa mér tvo boðsmiða á Línu Langsokk og skellti ég mér með minnstu systurina fyrir rúmri viku síðan. Á sunnudaginn síðasta bauð hún okkur systrum svo í heimsókn eftir sýningu og fékk litla systir að hitta allar persónurnar. Sú stutta var með sæmilegar stjörnur í augunum. Hér má sjá myndir af því. Til að toppa dekrið fórum við svo í framhaldi af því og fengum okkur ís. Gott að spilla börnunum og skila þeim svo :) Annars er litla systir ekki lítil lengur. Hún er að fara í skóla í haust, og hefði getað farið mikið fyrr. Löngu búin að læra alla stafinu og leggur saman og dregur frá eins og að drekka vatn. Hvaða leikskólabarn rústar manni líka í gúrku annar en Inga Rún?? Hélt hún væri að djóka þegar hún sagðist kunna að spila það. Hún hefur svo sem alltaf verið stór því hún fæddist litlar 23 merkur takk fyrir takk!!

Hrós helgarinnar: Mamma er öflug því þetta er annað hrósið hennar. Egill, þú átt góða móður :) ... já og langþráður eldri bróðir ertu því allur systkinaskarinn er jú yngri en ég. En semsagt ... hrósið fær hún móðir mín fyrir að gefa mér Viðeyjarferðina. Það er ekki hægt að finna betri mömmu þótt víða væri leitað!! Mér finnst að allir sem hafa eitthvað jákvætt um hana að segja eigi að kommenta :) Það myndi pottþétt gleðja hana!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home