Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, mars 17, 2004

Sætu frændsystkinin mín

Ég var að fá þessa mynd í tölvupósti :) Þessi mynd var tekin af okkur frændsystkinunum um Verslunarmannahelgi á Skagaströnd. Eitthvað er minnið að svíkja mig því mér fannst það vera um síðustu, en samkvæmt jakkanum sem ég er í stemmir það ekki. Sennilega tekið nokkrum dögum áður en ég flutti til Danmerkur. Starfa sagnfræðingar ekki svona? :)




Ég vil sem minnst ræða um tónleikana í gær. Mitt fólk segir að sjálfsögðu að ég hafi sungið mjög vel. Þau myndu aldrei þora að segja annað :) Ég gerði hins vegar hrikaleg mistök. Mín lög voru á ensku, íslensku, þýsku og ítölsku og var ég eitthvað smeyk við þau síðari tvö þar sem ég skil ekki textana orð fyrir orð. Þess vegna getur alveg dottið úr mér hvað kemur næst .. Þegar mín var komin í erindi númer 2 í þýskunni gat ég bara ekki með nokkru móti munað hvað væri næst. Fyrst leit ég bónaraugum á eina í þeirri von að hún sendi mér hugskeyti. Skelfingarsvipurinn var þvílíkur að ekki fór framhjá nokkrum manni hvað væri á seyði. Ekki virkaði hugskeytið þannig að ég leit á aðra og sendi með varalestri, "hvað næst"? Hvernig átti hún að vita það? Þá leit ég á kennarann minn og sendi með varaskeyti "HJÁLP" :) Í hita augnabliksins spáir maður ekkert í neina skynsemi. Á endanum gerði ég loksins eitthvað af viti. Leit á undirleikarann minn sem hefði getað bjargað málinu án þess að nokkur tæki eftir hvað væri á seyði. NEI NEI, í staðinn var ég búin að halda skemmtiatriði fyrir allan salinn!! OH, ég var svo reið út í sjálfa mig!! En, maður lærir allavega af þessu, til þess er leikurinn gerður. Nú er bara að gíra sig fyrir tónleikana annaðkvöld og laugardagstónleikana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home