Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, mars 19, 2004

Sumir kunna að bjarga sér :)


Hann Ingi Rúnar, lítill sætur frændi, kann sko að bjarga sér!! ÉG er búin að sitja í hláturskasti yfir einu "snilldar" uppátæki. Litli prakkarinn komst í skæri og ákvað að snyrta hárið örlítið. Hér má sjá afraksturinn af því.

Minns var í Njarðvík í gær .. Þar voru tónleikar og planið að spila á þverflautuna. Á leiðinni til Njarðvíkur segir Sigurður (söngstjóri) að einn einsöngvarinn hefði forfallast. Góð ráð dýr .... Hann fékk þá flugu í höfuðið að ég myndi nú líklega taka við sópran hlutanum hennar í Stabat Mater dúett ... ÉG get svo svarið að ég hugsaði NEI, en upp úr mér kom JÁ. Aldrei hafði ég sungið stakan tón í því sem ég átti að syngja og tónleikarnir eftir klukkustund. Fyrir glögga lá semsagt fyrir að ég myndi syngja lag sem ég hafði ekki sungið áður og myndi barasta lesa það beint af nótnablaðinu. Það þarf ansi klikkaða manneskju til að samþykkja svoleiðis glapræði. Einhver æðri máttarvöld gripu hins vegar í taumana. Guð og lukkan gengu í lið með mér!! Ég lét vaða og það gekk bara alveg fáránlega vel. Ekki einn einasti feill. ÉG var nú bara ansi stolt af sjálfri mér, sem var alveg þveröfugt við þriðjudagstónleikana. Það er alveg kostulegt að hafa æft fyrir þá í margar vikur og klúðrað því, en fá svo engan fyrirvara fyrir gærkvöldið og þá gengu hlutirnir upp. ÉG held reyndar að ég hafi verið búin að magna upp í mér mikið stress fyrir þriðjudaginn, en í gærkvöldi var enginn tími til að verða stressaður!! ... eða hvað?? Maður spyr sig.

Núna er VIKA í Finnlandsförina, og TVÆR VIKUR í Danmörku. Í dag var 15 stiga FROST í Norður-Finnlandi þar sem ég verð en aftur á móti var 16 stiga HITI í Danmörku .. Bara fáránlegt .. !! Það verður semsagt sumardress og hlýjasti vetrarfatnaðurinn í ferðatöskunni!! ....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home