Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, mars 08, 2004

Viðey


Ég lofaði víst að blogga um Viðey :)

Tilefnið var 30. ára afmæli Söngskólans og því voru um 160 manns sem héldu þangað, allir í sínu fínasta dressi. Þegar við komum í eyjuna byrjuðum við að keppast við að fylla danskortin okkar. Aftan á aðgöngumiðunum voru semsagt kort með tólf númerum. Þetta fór þannig fram að fólk leitaði uppi einhvern af gagnstæðu kyni og bauð því uppí dans. Ef viðkomandi samþykkti boðið átti maður að finna númer sem báðir aðilar áttu laust og ég kvittaði hjá herranum og hann síðan hjá mér. Síðan áttum við að dansa þegar kom að lagi með því númeri sem við kvittuðum fyrir. Alveg brilliant, eins og Vala Matt myndi segja.

Borðhaldið var bara fyndið!!! Ég var á borði með ansi skemmtilegu pari. Stelpan var í svo vondu skapi að ég hef vart séð annað eins á allri minni ævi. Ég held hún hafi verið í keppni við sjálfa sig um að vera eins leiðinleg við gaurinn og hægt var. Hann fékk senda alls kyns stríðssvipi yfir borðið og það litla sem hún opnaði munninn var til að segja eitthvað á leiðinlegum nótum. Allir réttirnir þrír voru ekki að hennar skapi. Fyrst vildi hún ekki sjá súpuna og heimtaði grænmeti í staðin, svo fannst henni kjötið ekki nógu vel útlítandi og heimtaði nýjan disk og svo snerti hún ekki eftirréttinn. Ég borðaði sko minn mat með bestu lyst ... mmmm!! Það toppaði gjörsamlega kvöldið hún tók kast út af einhverju sönghefti og endaði með að þau fleygðu því hvort í annað til skiptis. Voru ekki alveg sammála um hvort þeirra ætti að vera með það :) Að lokum var ég farin að vorkenna stráknum svo mikið yfir geðsveiflum kærustunnar að ég lét hann hafa mitt sönghefti svo þau myndu hætta þessum flugsendingum yfir borðið. Skil ekki af hverju hún varð svona fúl yfir að fá ekki að hafa heftið því ekki söng hún einn einasta tón heldur horfði með fyrirlitningarsvip á okkur hin. BARA FYNDIÐ :)

Eftir borðhald og skemmtiatriði hófust danskortadansarnir og voru þeir nú misefnilegir dansherrarnir mínir!! Einn feittur og sveittur sem hélt mér svo þétt að sér að ég reyndi mitt besta til að senda hugboð til hljómsveitarinnar um að stytta lagið. Svo var annar sem vildi endilega taka mig í dýfur, úff úff. Dansaði líka við Bandaríkjamann sem var greinilega að fýla þetta ameríska uppátæki í tætlur því hann var full ofvirkur á golfinu. Svo voru það þeir sem ekki héldu takti og alveg vonlaust að fylgja þeim eftir. Jú og svo auðvitað þessir sem maður hefði alveg viljað hafa sem dansherra allt kvöldið. Gaman að þessu!!

EN GETUR EINHVER SAGT MÉR HVAÐ LITLI, DÖKKHÆRÐI GAURINN, MEÐ GÍTARINN ÚR GEIRFUGLUNUM HEITIR??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home