Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, mars 12, 2004

Vinir

Eins og flestir vita syng ég með kirkjukórnum á Blönduósi þegar ég er heima við. Ég verð að segja að það er alltaf góð tilfinning að koma á kirkjukórsæfingar og spjalla við fólkið sem er hvert öðru skemmtilegra og litríkara. Samræður mínar við Grím Gíslason (sem talar frá Blönduósi) standa samt uppúr. Maðurinn sem er kominn á tíræðisaldur er alltaf jafn jákvæður og skemmtilegur. Alltaf er stutt í grínið hjá honum og hann er duglegur að hrósa manni þegar og ef maður á það skilið. Oft þegar við sitjum niðri og bíðum eftir athöfn getum við gleymt okkur í heimspekilegum umræðum og datt mér allt í einu í hug samræða okkar fyrir aðfangadagsmessuna um síðustu jól. Þá fórum við að ræða um vini og hverjir eru vinir manns. Við vorum sammála um það að þetta orð er ofnotað. Fólk talar um Jón og Gunnu útí bæ sem vini sína. Stundum vill maður ruglast á skilunum á milli vina og kunningja. Að mínu mati eru vinir þeir sem maður treystir, virðir, elskar. á góð samskipti við og lítur jafnvel upp til. Hinir eru kunningjar .... !!! Þess vegna lít ég á fólk á öllum aldri sem vini mína, eins og Skarphéðinn og Hauk sem alltaf hafa reynst mér vel í gegnum árin og hún Lotte mín í Danmörku. Aðal málið er allavega í mínum huga að manni líði vel þegar maður umgengst fólkið og að maður geti treyst því fullkomlega. Maður rekur sig aftur og aftur á að það er ansi fáum treystandi í þessum heimi og þess vegna verður maður að kunna að meta þá sem hægt er að treysta á. Þess vegna er það hrós frá mér ef ég kalla einhverja manneskju vin, því það er merki um að eftirtalin manneskja uppfylli þá kosti sem á undan komu fram :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home