Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Af hverju?

Ég hef doldið verið að velta fyrir mér undanfarna daga af hverju svona margir hafa á einhvern hátt þörf fyrir að velta sér endalaust uppúr tilgangslausum hlutum og að tala neikvætt um annað fólk. Ég er sko ekkert skárri en aðrir með það .... Erum við að upphefja okkur sjálf eða hver er tilgangurinn??
Maður getur setið í stofunni og látið alls kyns orð fjúka t.d. lét ég óspart út úr mér einhver orð um þá sem voru í Idolinu og ekki var ég skárri þegar ég var að horfa á ungfrú Rvk. ,,Ji, hvað þessi er glötuð!!!" Hefði maður verið eitthvað skárri sjálfur?? Ekki séns!! Hver kannast líka ekki við að vera frábær handbolta- eða fótboltaleikmaður eða jafnvel dómari heima í stofu. ,,Hvern andskotann ertu að gera" eða ,,Djöfull er hann lélegur" hljóma oft í minni stofu yfir einhverjum leikjum.
Ég get líka verið alveg svakaleg með að dæma fólk. Ákveð kannski að einhver manneskja sé alveg hundleiðinleg án þess að þekkja hana eitthvað. Af hverju??? Ég ákvað sem dæmi á sínum tíma að hún Katla væri sko ekkert skemmtileg .. (fyrirgefðu Katla mín) en þegar ég kynntist henni loksins komst ég að því að hún er þvílíkur snillingur!! Virkilega skemmtileg, með húmorinn í lagi og gaman að spjalla við hana. Ég hafði dæmt hana bara af því að ónefnd manneskja hafði einhverja skoðun sem ég apaði upp .....!! Af hverju???
Þegar ég byrjaði að vinna um daginn voru varla liðnar 5 mín. og ein samstarfsmanneskjan í Skipholti byrjuð að tala illa um Kópavogsstarfsmennina ... Af hverju???
Mér finnst allt í góðu með það að maður dýrki ekki alla hverja einustu mínútu ... en þarf maður endilega að tjá sig eitthvað um það við aðra? Maður er víst nefnilega ekkert betri sjálfur .. á sínar góðu og slæmu stundir eins og annað fólk!! Já ... ekki veitti af því að vera örlítið jákvæðari svona á köflum!!! ..
Nú er ég ekki að meina að maður geri ekki annað en að finna að einhverju allan daginn, langt frá því!! .... Ég fór bara að veita því aðeins eftirtekt hvað mikið er um að fólk sé neikvætt í garð einhvers annars eða til einhverra hluta ..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home