Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Ansi lúin ...

Ég held ég sé orðin ansi lúin ..!! Þökk sé langri setu dag eftir dag yfir þessu blessaða lokaverkefni .. Það er meira hvað maður getur velt sér uppúr smáatriðunum og gert eitthvað lítið atriði eins og leturstærð á fyrirsögn að einhverju issue ... Ég er að verða biluð á þessum texta og hætt að geta hugsað rökrétt á íslenskri tungu. Manni finnst eitthvað orðalag fínt aðra mínútuna en alveg út í hött þá næstu. Ekki bætir úr skák hvað maður verður ónæmur fyrir öllum villunum sem leynast sums staðar.
Í Kennó fær maður bara 3 ein. fyrir lokaverkefnið en ekki 6 ein. eins og tíðkast í Háskólanum. Þess vegna er enn meiri ástæða til að vera ekki að tapa sér yfir þessu. Verkefnið er komið í 57 bls. og er það bara mikið meira en nóg ...!! Þetta er bara vandamál með okkur kvenfólkið .. Missum okkur í einhverjum óþarfa ...!!

Nokkur þreytumerki sem hafa gert vart við sig:
- Stóð í doldinn tíma í morgun við að reyna að ná linsu úr mér. Var búin að baksa við það í doldinn tíma þegar ég fattaði að ég var að fara að setja linsurnar í augun á mér, ekki að taka þær úr.
- Ef ég reyni að finna stafsetningar- og innsláttarvillur í lokaverkefninu fara stafirnir að leika sér á skjánum. Þeir hlaupa út um allt og stökkva á hvorn annan. Ekki alveg að skilja þetta ...
- Alveg steinsofandi við aksturinn!! Gleymi beygjum hingað og þangað og keyri á aðra staði en ég ætla að fara á.
- Ruglast á því hvort ég er að fara að taka vakt í Skipholti eða Kópavogi.
- Mig dreymir alls konar vitleysu, svona hluti sem gætu aldrei gerst í raunveruleikanum eins og byssubardaga þar sem ég leik á alls oddi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home