Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Dansk radio

Alltaf saknar maður Danmerkur í doldinn tíma eftir að maður kemur heim þaðan .... Skil þetta barasta ekki??? En get nú huggað mig við að ég fer aftur þangað eftir rétt rúman mánuð og þá verður sko stoppað í tvær vikur.
Nú er bara dansk radio standby. Hlusta á danskar fréttir og tónlist!! ... og svo fjárfesti maður jú líka í öllum ,,gömlu" góðu; I Kina spiser de hunde, Blinkente lygter o.s.v. Netto klikkar ekki ... öll kvikindin á 39 kr DK. Missti mig reyndar aðeins í skópörum líka. Lenti á einhverri útsölu þar sem hvert skóparið á fætur öðru kostaði 360 kr. íslenskar ... Ég er sko að tala um virkilega flotta skó sem kostuðu um 5000 kr ísl. í upphafi .....!!

Ég var að fatta eitt og líst ekkert á það!! ... Síðasta sumar eyddi ég mikið af frítímanum (sá litli sem var) með Erlu og Kiddu. Nú verður hvorug þeirra fyrir Norðan ... OMG ... !!! Ég er að verða síðasti geirfuglinn úr ´81 árgangnum sem leggur á sig að búa á Dósinni .... Ég held ég giftist bara golfvellinum í sumar og eigi eftir að ofsækja þá sem nenna með mér þangað!! ...

Já, og eitt enn. Ég var rétt búin að drepa mig á leiðinni Suður í gær. Einn nettur gaur, sæmilega sáttur að taka fram úr á móti mér í beygju og allt í einu sá ég hvar helvítið stefndi á móti mér á mínum vegarhelmingi. Einhvern veginn bjargaðist þetta fyrir horn. Báðir bílar með virkar bremsur ... Ég varð samt það smeyk að ég var næstum búin að keyra viljandi útaf því ég var viss um að það væru meiri líkur á að lifa það af.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home