Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, apríl 09, 2004

Ég er í vondum málum!!!

Æi ... Ég er búin að koma mér í klandur. Ég ætlaði að byrja að vinna fulla vinnu 20. apríl. Óli hringdi og bað mig um að byrja fyrr, 16. apríl og Hugrún Sif sagði auðvitað já. Nei orðið er ennþá bilað .... Enda var ekkert á dagskránni þá helgina .. AÐ MIG MINNTI!!! Ef ég er ekki með dagbókina við höndina má búast við að eitthvað klikki. Mundi allt í einu í gærkvöldi, á miðri leiksýningu að ég er að syngja á tónleikum á laugadeginum. Hvað gera bændur nú?? Hvort er betra að vera tekin af lífi í vinnunni eða innan kórsins?

Gerði eina góða gloríu í dag ...!!! Ég er með lyklavöldin af ESSO batteríinu um páskana og opna því, loka og geri uppgjörið. Ég hitti Ara í gærkvöldi til að rifja upp stöðu mála. Kann líka ekkert á hóteldæmið ... Ég var greinilega með hugann meira við bjórinn sem beið mín heima því þegar ég opnaði skúrinn í morgun setti ég fjandans þjófavarnarkerfið á. Hafði í þokkabót skilið símann eftir heima og rauk því á einhverja ferðalanga og bað um gemsann þeirra. Þeim fannst ég frekar vitlaus þegar ég bað um símann. Ég sagði nefnilega að ég hefði sett þjófavarnarkerfið á og þá litu þau á mig og sögðu "við heyrum það!!". Mér leið virkilega eins og innbrotsþjófi ....!! Þvílíku lætin í þessu kerfi, oh!!

Að lokum má ég til með að minnast á Smáborgarabrúðkaupið!! .... Frumsýning í gær og leikararnir fóru alveg hreint á kostum. Í fullri hreinskilni þá fannst mér þau öll alveg rosalega góð og alveg stórmerkilegt hvað leikstjórinn hefur náð uppúr öllu þessu óreynda fólki. Best að vera ekkert að kjafta einhverjum fyndnum atriðum hér því þá skemmir maður fyrir þeim sem eiga eftir að fara. Mæli allavega með því að enginn láti þetta framhjá sér fara!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home