Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, apríl 10, 2004

Hótel hvað!!

Eins og fyrr sagði er ESSO batteríið í mínum höndum þessa dagana. Esso er með hótelið á leigu á meðan verið er að byggja og til stóð að fólk kæmi í gistingu í dag. EN NEI. Einhver misskilningur varð í bókuninni þannig að liðið mætti í gær, ALLT LOKAÐ. ÉG mátti þess vegna gjöra svo vel að setja mig í þjónustustellingarnar og redda málinu. ÉG vissi ekki einu sinni hvar væri geymd mjólk í húsinu, og ekkert staff í vinnunni því skúrinn var bara opinn. Málið fór hins vegar á besta veg!! Þetta voru indælis Frakkar sem þarna voru mættir og brostu bara sýnu blíðasta og voru voða ánægðir með þetta allt saman ...

Annars er páskafríið búið að vera frábært framhald af utanlandsferðum mínum. Er búin að hafa það svo gott að ég hef ekki verið svona hress á morgnana svo mánuðum skiptir. Dagarnir felast í því að opna ESSO, fara út í skóla og læra svolítið, loka ESSO og hafa það gott með fjölskyldunni. Heimir bróðir, sem fékk nýlega bílpróf, hefur að sjálfsögðu fengið að rúnta all mikið á HREINA bílnum mínum!! Nú getur maður alltaf mútað honum með bílnum ... múahahahah :) Ég er ansi vinsæl þessa dagana að hjálpa litlum skvísum sem eru að fara í stigspróf. Þær eru orðnar fjórar ... Úff .. Ég man vel hvað þetta tók á taugarnar hjá manni í den!!

Ég get ekki ákveðið mig hvort ég ætli á ball í kvöld .... Sixities .. ni .... eða?? Ekkert sérlega rík eftir Finnland/Danmörk ...!!! Það er annað hvort að mæta og vera ansi hífaður eða barasta vera heima hjá sér ... Á morgun höldum við familían svo í sveitasæluna og ætlum að vera fram á sunnudag. Þar verður sennilega étið og drukkið á sig gat .. svínakjöt, páskaegg, bjór, rauðvín, danskir ostar .... úff úff úff. ÉG á nefnilega tvö páskaegg ... :-/ Móðir keypti eitt handa einkadótturinni og María færði mér eitt eftir stigsprófið hennar. Hún stóð auðvitað með stæl :) og fyrst ég er að tala um það þá er ég líka rosalega stolt af henni Hörpu minni sem einnig stóð með stæl :) .... Ef ég fer ekki að gera eitthvað í mínum málum verða þær betri en ég áður en ég veit af .....!!!!

Jæja .......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home