Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, apríl 25, 2004

Hundþreytt ...!!

Úff ... Ég er búin að vera með höfuðverk dauðans alla helgina og alveg hundþreytt!! Var að vinna föstu-, lauga- og sunnudag og það er sko ekki fjör að vera með hausverk í vinnunni!! Maður reynir svona að brosa í gegnum verkinn .. já og tala nú ekki um þessa ógleði sem fylgir þessu mígrenisbrasi. Gleypti örugglega um 30 verkjatöflur yfir helgina því aldrei hættu þessir bannsettans smiðir að vinna í hausnum á mér.

Gerði einn kúnna nokkuð fúlan út í mig um helgina. Á laugadagskvöldið var brjálað að gera og smá bið í laus borð. Kappinn setur upp smeðjulegan svip og sagðist þurfa að fara að vinna fljótlega. Hann bað mig um að setja sig í forgang með borð og taka matarpöntunina sína fram fyrir alla!! Mín hélt nú ekki .... !!! Vá, þvílíkur svipur sem gæinn sendi mér, gat næstum drepið mann með honum. Sagði svo að hinir myndu ekkert finna fyrir því. Ekki gaf ég mig ....!!! Sagði honum að hvorki ég né hann vissi nema að einhverjir fleiri væru að flýta sér ... Hann nöldraði meira ... og ég þrjóskaðist áfram á móti honum þangað til að hann gafst upp!! ... Auðvitað langaði mig mest að skamma hann eins og lítinn krakka. Segja honum að hafa vit fyrir því að huga að því fyrr að fá sér að borða ef hann ætti að fara að mæta í vinnu .. En maður verður víst að stilla sig :)

Annað og það eina sem ég gerði um helgina fyrir utan að vinna var að taka í spil. Minns, Erla, Auður, Óli Tómas, Gummi og Hafliði tókum Gettu betur, Trivial og Fimbulfamb ... Ég var ekkert að fara á kostum sko .. Alveg hrikalega illa að mér í svona spurningaspilum!!... Auður á alla mína samúð fyrir að hafa lent með mér í liði ... og svo var hausverkurinn líka að gera mig bilaða og ég orðin all utan við mig af verkjatöfluátinu.

Á morgun er maður svo líka að vinna um kvöldið OG daddarada!! Algjörlega síðasta lokahöndin verður lögð á lokaverkefnið .. Þarf að brenna einn geisladisk og búa til efnisyfirlit. Það er nú bara allt og sumt, já og svo þarf víst líka að prenta þetta út og binda inn .... Deadline er mánudagurinn 3.maí þannig að það stefnir í að maður verði algjörlega laus við þetta doldið fyrir það. Enda þriðja vinnuhelgin í röð um næstu helgi og gott að þetta sé frá ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home