Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Jamm og já

Dagar mínir sem sópran eru taldir .....!!!

Mætti í Söngskólann í dag og allt í einu rétti söngkennarinn minn mér nýjan nótupakka og sagði að einhverra hluta vegna þroskaðist röddin mín niður á neðra sviðið ... Nýjar tóntegundir á allt dæmið. Hún sagði jafnframt að ég væri svo undarleg að ég gæti breyst í sópran aftur. Kæmi allt saman í ljós síðar .....

ÉG er nokkuð sátt við þetta bara. Var farin að hafa miklar áhyggjur af teppalagningamanninum sem er í blokkinni minni þessa dagana. Þetta grey skiptir um föt og geymir lím og teppi fyrir utan dyrnar hjá mér og hrekkur örugglega í kút í hvert sinn sem ég er að slípa til einhverja háa skræka tóna. Hann horfir allavega á mig eins og ég sé skrítin þegar ég labba inn og út um dyrna.

Þessa dagana er ég nett brjáluð á kórastarfi. Búin að syngja yfir mig. Það væri gáfulegra að nýta tímann í krikket eða boccia. Tjái mig ekki meira um þetta .... Búin að segja of mikið nú þegar. (TORVELT ER TUNGU AÐ TEMJA, það var nú einu sinni málshátturinn minn). Ég er hætt þessu helvíti frá og með laugadeginum n.k. og heiti því hér með að syngja ekki í kór fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt ár, og hana nú!! Jarðafarir og messur heyra til undantekninga!! Það verða einhverjir að jarðsyngja þessa Blönduósinga sem gefa upp öndina. Fyrir utan að mér hefur aldrei leiðst að syngja í kirkjukór ....


Fyrsti vinnudagurinn minn á morgun .....!!! Allir að mæta og borða hjá mér :) Annars er ég bara all hress!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home