Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, apríl 05, 2004

Kóngsins Köben

Þá er maður nú komin heim .... Það er svo sem alltaf ágætt að koma heim. Leiðinlegasta samt við það var að ég fékk mjög leiðinlegar fréttir af henni Fjólu frænku ... Hún var að greinast með heilaæxli :( Ég vona svo innilega það besta fyrir hennar hönd!!
En mikið déskoti voru þessir dagar nú fljótir að líða!!! Í þetta skiptið gerðist sá óvænti atburður að engin dramatísk uppákoma var fyrir heimferðina mína .. Segi ekki meir!! Það eru allir orðnir svo vanir því að ég er alltaf að koma og fara. Núna eru t.d. alveg tveir heilir mánuðir þangað til að ég mæti næst .....


Einhvern tímann lofaði ég siðsamlegum dagbókarskrifum frá Finnlandi ...


Föstudagur 26.mars 2004
,,Þessi dagur byrjaði alveg hrikaleg snemma!! zzzZZZZ Ég held hreinlega að ég hafi gengið fyrstu tvo tímana í svefni. Það var nefnilega ræs hjá minni kl.05. Pabbi lagði það á sig að skutla mér á völlinn og þar hitti ég hana Helgu Rut, verðandi ferðafélaga minn. Við byrjuðum á að fljúga til Kaupmannahafnar - DET VAR DEJLIGT AT HøRE DANSK IGEN - en vá hvað ég er búin að tapa miklu niður í talmálinu .... Verð að fara oftar til Köben. Tvisvar á ári er barasta ekki nóg!! Eftir nokkurra tíma stopp í Danmörku flugum við til Helsinki í Finnlandi og var þar borðaður kvöldmatur. Ég orkaði þess vegna að borða morgunmat á Íslandi, hádegismat í Danmörku og kvöldmat í Finnlandi ... Nokkuð gott afrek. Ég fór að líkjast sjálfri mér strax í Helsinki því þar gleymdi ég auðvitað jakkanum mínum á e-m stól. Hann var nú samt ennþá þar 2 klst síðar ... ossososs ... Eins og ég segi, ég myndi týna af mér hausnum ef hann sæti ekki fastur.
Eftir þriðja flugið var ég loksins komin Rovaniemi. Það er á N-heimskautsbaugi, og við erum að tala um focking frost. Í Rovaniemi búa 32 þús manns. Á flugstöðina var mættur, jah, ætli það sé ekki bara best að segja maður sem ekki er eins og fólk er flest. Það var hann Leif. Úff hvað mér fannst hann skrítinn. Svo hreyfði hann sig líka svo hrikalega hægt, já og eitthvað bara svo spes greyið. Ég er alveg viss um að það eru eitthvað frosnir í honum liðirnir. Á flugvellinum tókst mér að fanga athygli allra í flugstöðinni. Fjandans vesen. Ég var eitthvað upptekin af því að pæla í honum Leif og sá allt í einu útundan mér að taskan mín fór framhjá á færibandinu. Einhver karl sá angistarsvipinn framan í mér og ætlaði sko aldeilis að hjálpa kellu. Það vildi ekki betur til en að hann rykkti svo asnalega í töskuna að hún opnaðist og við erum að tala um allt dótið mitt sem allt í einu hringsnerist á færibandinu. Dísús, hvað mig langaði að grafa mér holu, skríða niður og moka yfir hana. Ég er að tala um að það vissu allir hvernig nærfötum ég geng í. Á meðan reyndi kallinn, hann Leif, að bæla niður hláturinn því hann vissi greinilega ekki alveg hvernig hann átti að vera. Ég held samt að hann hafi leyft sér að brosa þegar hann sá hlátursgusuna sem kom upp úr mér.
Það er eitt með hann Leif. Ég var nú ekkert á því að þora í bíl með karlinum en skipti um skoðun þegar ég sá bílinn hans. Hann var nefnilega á Toyotu Carinu (eins og minns) þannig að ég ákvað að treysta bílnum fyrir lífi mínu. Carinan fór með okkur Helgu á gististaðinn okkar og heh .. jedúddamía .. Helga fékk nett kast og sneri sér í marga hringi og vildi helst fara á hótel. Ég hins vegar glotti í annað og hló því mér fannst þetta bara fyndnar aðstæður. Ekkert gaman að ferðast ef allt gengur eins og smurt brauð. Þetta var nefnilega íbúð sem fyrrverandi konan hans Leif á og þvílíkt og annað eins greni!! Skrítnasta samansafn af drasli sem ég hef á ævinni séð. Við urðum meira að segja að hýrast saman í einu rúmi ..... Fengum seinna að vita að það var mikið vandamál að koma okkur öllum fyrir því þar voru líka 20 Grænlendingar í heimsókn á sama tíma. Annars var mér slétt sama því ég kom ekki til Finnlands til að skoða innréttingar. Það var fínt að hafa einhvern stað til að tylla höfðinu á þessa fáu tíma sem maður svaf.
Fljótlega eftir að við komum heim í íbúð fór ég að sofa, hundþreytt alveg ... Var orðin spennt að hitta hina þátttakendurna í námskeiðinu ..."


En jæja .. Betra að fara að koma sér í svefngírinn. Næ mér niður með því að sofna við ,,I Kina spiser de hunde". Fjárfesti í henni í Danmörku.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home