Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, apríl 19, 2004

Koma dagar, líða dagar!!

Ágætis helgi liðin hjá!!

Á föstudaginn vann ég fyrstu vaktina mína á American Style. Gekk barasta mjög vel og ég gerði engan skandal. Enda ansi forrituð af svona matsölustaðadæmi ....!! Það fyrsta sem vakti athygli mína er hvað þetta er lang best rekni matsölustaður sem ég hef unnið á. Þar er haldið svo rosalega vel utan um allt saman. Ekki er hikað við að reka fólk fyrir að mæta reglulega of seint, sofa yfir sig o.s.frv. Þetta skilar sér í að allt fólkið sem var að vinna með mér er hörku duglegt!! Um kvöldið skellti ég mér í bíó með Jórunni og Baldri. Eitthvað háskólatilboð um helgina, 300 kr. kostaði á myndirnar í Háskólabíó. Get náttúrulega alls ekki munað hvað myndin heitir, en hún var allavega góð!!

Laugadagurinn var nettur. Vaknaði snemma bara svona for the fun of it!! Rölti upp og las Fréttablaðið og var svona líka rosalega hress þangað til að ég SNAPPAÐI ... Varð alveg hund sár og reið út í karl föður minn og frú. Þau tilkynntu mér að förinni væri heitið Norður. Þeim fannst ekki mikið mál að keyra tæpa 500 km til að sjá einn af hennar fjölskyldumeðlimum leika í leikriti, en að mæta á tónleika hjá mér. Ó NEI, miklu mikilvægara að klappa stofusófanum!! ......

Ég var nú næstum alveg búin að jafna mig á þessari uppákomu þegar kom að Kennókórs tónleikunum. Þeir gengu framar öllum vonum ... Hljóðfærasmíðahópurinn minn spilaði líka (kom þessi líka fína mynd af okkur í Fréttablaðinu). Um 120 manns mættu til að hlusta og fannst mér það bara nokkuð gott.

Eftir tónleikana fórum við Svanhildur út að borða. Af öllum matsölustöðum í Reykjavík völdum við Pítuna ... Gerði mig að stórkostlegu fífli!! .... Vil ekki tjá mig meira um það ....!!
Þegar við vorum búnar að borða fórum við heim til Svanhildar og greip mig þar eitthvað stundarbrjálæði. ÉG sagði henni að klippa á mér hárið .. hehe ... segi ekki hvernig!! Talsverð breyting!! Kann Svanhildur eitthvað með skæri að fara? NEI. En henni tókst nú bara samt vel upp. Ég var allavega mjög sátt við útkomuna hjá okkur frænkum. Eftir það var haldið í partý til hennar Ásdísar. Þar var Kennókórinn samankomin og ,,djammað" mikið (minns edrú)!! Flygill, takk fyrir takk, í húsinu og gítarar og harmonikka stofnuð hljómsveit á staðnum og sungið mikið og trallað. Sumir fóru aðeins yfir strikið, en það getur komið fyrir alla ...... Óskar fær sko spes hrós fyrir að hafa á orði að hárið á mér væri rosalega flott!! :) Good job, frænka!! Enginn bömmer.

Á sunnudeginum var svo bara unnið!! Ég var á 11 klst. vakt og skemmti mér bara mjög vel í vinnunni. Hitti alveg heilan helling af fólki sem ég þekki, og allir jafn hissa að sjá mig!! Það besta var samt hvað allir voru í góðu skapi. Hrósin á færibandi um hvað maturinn væri fljótur að koma o.s.frv. ,,Þetta er örugglega heimsmet" sagði einn sem fékk matinn sinn um leið og hann hafði fundið sér sæti. Ætli þetta sé ekki lognið á undan storminum!! Koma örugglega fullt af geðvondum kúnnum á næstu vakt.

Jæja ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home