Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Krimmabær

... Skrattans læsingin í bílinn minn kostar 30.700 kr. Hvurslags djöfulsins okur þetta?? Þá ég nú eftir að borga vinnuna og svona fyrir að skipta um þetta. OH ... Á ég peningatré úti í garði? NEI, nei og aftur nei ... Ég á ekki einu sinni garð. Hugsa jákvætt, hugsa jákvætt. Hefði getað verið eitthvað sem kostar meira að laga .. ehe.

En smá svona pælingar:

Vandræðalegasta momentið: Fyrsta daginn minn í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu var ég rosa klár í slaginn. Arkaði inní klefa með bros á vör, meira svona utan við mig. Lít upp og sé allt í einu fullt af sprellum, jíha. Sá svo fullt af undrandi karlmannsandlitum horfa á mig. Ég var ekki lengi að láta mig hverfa .....

Skondnasta atriðið: Samkvæmt íslendingabókinni er ég kvænt. Ég er gift honum Ólafi Sigfúsi Benediktssyni. Ég sendi nú inn leiðréttingu einhvern tímann en ennþá er ég gift kona. Ég bara botna ekkert í því hvernig nokkur maður fékk út að ég væri gift????

Mesta heppni ever: Um Verslunarmannahelgina 2002 á Skagaströnd keyrði einhver þrjótur á bílinn minn og stakk af. Ég var frekar mikið fúl!! Ekki sátt við að sitja uppi með viðgerðarkostnaðinn þar sem að hann stakk af. Ég var í þokkabót á leiðinni að flytja út til Danmerkur og hafði margt betra við peningana að gera. Ég hringdi í nánast einu vinkonu mína á Skagaströnd og skammaðist yfir þessu. Stuttu seinna situr hún inni í eldhúsi heima hjá sér og mamma hennar fór að segja frá því að hún hefði orðið vitni af manni sem keyrði á bíl um nóttina og hefði stungið af. Hún heyrði ansi mikil læti og tók þess vegna eftir þessu. Auðvitað tók hún niður bílnúmerið hjá þrjótnum :) Hann sagði síðar við lögregluna að hann hefði bara ekkert tekið eftir þessu ... humm. Hann fékk fínan reikning frá mér ....

Tímaþjófur dauðans: Ég myndi ekki undir neinum kringumstæðum smella á þennan link. Ef þú smellir á action ertu dottin í það!! Ef þú ert svo vitlaus að láta freistast tek ég ekki neina ábyrgð á falli í prófum og litlum svefni. Ég er alveg búin að týna mér í þessu ....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home