Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Leti, leti á hægu feti ...


Staður: Grunnskólinn á Blönduósi
Stund: 13:39
Tilefni: Læra
Stemning: Eftir atvikum

Ég er semsagt stödd á verðandi vinnustað mínum næsta vetur. Alveg ágætt barasta að fá skólann aðeins í blóðið. Þetta er alltaf að leggjast betur og betur í mig ... Ég verð ekki innilokuð á eyju án matar, drykkjar og fólks eins og sumir gefa í skyn !! ....
Annars þykist ég nú vera að vinna í lokaverkefninu mínu í dag, en síðasti hálftíminn er nú bara búinn að fara í eitthvað kjaftæði ... Lagaði t.d. aðeins linkalistann minn og skellti inn hjásvæfunni, Hebu frænku og Svani.

Má ég biðja alla um að horfa vel og vandlega á bílinn minn!! Það er ekki víst að þið sjáið hann nokkurn tímann aftur svona hreinan. Hann Smári bestaskinn tók sig nú bara til og tók bílinn algjörlega í gegn á meðan ég var í útlöndunum. Þegar ég kom heim beið drossían glansandi og full af bensíni ... Ji hvað ég varð glöð ...!!! Mútter gat nú samt ekki setið á sér. Hafði aldrei talað við Smára og arkaði að honum og sagði ,,Þú gleymdir skottinu!!!" Einhver stríðnispúki hljóp í konuna ....

Tónleikar hjá minni í gær. Um þá var skrifað:
,,Það má með sanni segja að þau Ardís Ólöf Víkingsdóttir og Smári Vífilsson ásamt undirleikurunum, Bjarna Þór Jónatanssyni og Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur, hafi slegið í gegn í kirkjunni í kvöld. Tónleikar þeirra voru hreint út sagt frábærir og áheyrendur kunnu vel að meta dagskrána sem samanstóð að fjölbreyttum lögum íslenskum sem erlendum. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og sýndu tónleikagestirnir hrifningu sína með áköfu klappi og jafnvel húrra-hrópum.

Í lok tónleikanna færði Skarphéðinn Einarsson skólastjóri tónlistarskólans svo flytjendunum blóm í þakklætisskyni fyrir góða kvöldstund. Það verður gaman að fylgjast með þessu ágæta tónlistarfólki í framtíðinni því af þessum tónleikum að dæma er framtíðin björt."


Umm .. Best að læra doldið mikið meira. Alveg þangað til að ég fer í félagsheimilið. Þar býður frægð og frami móður minnar og bróður. Mynd í Mogganum í gær og alles .... Frumsýningin er nefnilega í kvöld og all mikið stress í gangi á mínu heimili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home