Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Minna svona að gerast ...

Það er eitthvað minna spennandi að gerast hjá mér þessa dagana ...!! Vinn eins og brjálæðingur (það verður einhver að vinna fyrir þessu bílakjaftæði) ..... Jú, ég setti persónulegt heimsmet í dag. Ég labbaði í vinnuna ... Ég labba ALDREI neitt í bænum. ÉG get alveg eins labbað í vinnuna eins og að vera með einhverja klifurleikfimi í bílnum því ég get jú ekki opnað bílstjórahurðina utan frá :(

Það er meira hvað maður hittir endalaust af fólki sem ég þekki á Stælnum. Ég tók tvær vaktir í dag, eina á Nýbýlavegi og aðra í Skipholti. Í Skipholtinu byrjar einhver stelpa að tala og var actually að segja ,,Við hefðum átt að fara í Kópavoginn. Hugrún er að vinna þar" og á sama augnablikinu snéri ég mér við og glotti. Svanhildur og Ármann mætt á svæðið :)

Þessa dagana er ég að fylla út styrkumsókn. Þeir sem eru að útskrifast úr háskólanámi og eru í námsmannalínunni geta sótt um 200 þús kr. í styrk. Þetta er mesti smjaðurpappír sem ég hef skrifað á allri minni ævi. Maður á að fylla út framtíðaráform, félagsstörf sem maður hefur unnið, áhugamál og svona. Komst að því að ég get bara skrifað heil ósköp og þetta er að verða að nokkuð ágætri ritgerð. Vonandi velja þeir svo bara rétt!! .....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home