Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Næsta föstudagskvöld??

Næsta föstudagskvöld er bekkjarpartý hjá 1B eins og við köllum okkur. Það eru þeir sem voru með mér í B-bekknum í Kennó á 1. árinu mínu. Partýið er á Akranesi og verður þess vegna náttfatapartý. Liðið gistir!!
Stóra vandamálið er að ég er að vinna fyrstu vaktina mína á föstudaginn og fer síðan á tvær æfingar eftir það og á laugadag eru tónleikar ... Til að flækja ekki hlutina um of og búa til eitthvað stress dæmi verður Akranespartýið látið sitja á hakanum :(

Auglýsi því hér með eftir einhverjum til að bralla eitthvað með mér á föstudagskvöldið. Bíó, video, kaffihús ... jafnvel spilakvöld!! Fólks hvað er á planinu??? ... Kidda, Jórunn, Svanhildur, Linda, Binni, Halla, Nonni, Guðný, Erla (obbs upptekin) og þið öll hin sem ekki eruð nefnd á nöfn, og eru ekki síður merkileg ;) Treysti á ykkur því ég er að bilast eftir að hafa lært meira en góðu hófi gegnir undanfarna daga!!!

Málshátturinn sem leyndist í páskaegginu mínu var TORVELT ER TUNGU AÐ TEMJA .... ehehe :) Bara svona til fróðleiks.

Eitt að lokum. Það lenda allir í fólki sem talar non-stop. Stundum þekkir maður ekki einu sinni fólkið!! Mætti einni úr blokkinni á stigaganginum áðan sem var að leyta af pabba. Fyrst spurði hún hvenær hann kæmi heim? Veit það ekki svaraði ég. Þá labbaði ég af stað og hún á eftir. Þá lét hún dæluna ganga um af hverju hún þyrfti að tala við hann. Mér kom það nú bara ekkert við. Ég labbaði áfram og hún í humátt á eftir og byrjaði að segja mér frá e-u fjandans láni sem blokkin er að taka útaf einhverjum teppum. Mér gat ekki verið meira sama. Áfram hélt hún að elta mig og var allt í einu komin í dyrnar hjá mér. Þá var hún byrjuð að babbla eitthvað um Íslandsbanka. HVAÐ VAR MÁLIÐ!! Þá fékk ég nóg og byrjaði að halla hurðinni á nefið á henni. Á endanum stumraði ég, jæja nú þarf ég að flýta mér, og lokaði!! ... Meiri helvítis lýgin í manni ... Fyrir innan dyrnar biðu bara skólabækur, og lá nú ekki á að reka nefið ofan í þær.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home