Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, apríl 12, 2004

Páskafrí ....!!

Þá er það búið ...... Svona líka frábært páskafrí. Langt síðan ég hef farið í frí Norður og ekki farin að hlakka til að koma aftur Suður. Leið svo voðalega hratt eitthvað og ég kom ekki nærri því öllu í verk sem ég ætlaði að gera.

Ég var rosalega efins eitthvað um Sixties ballið ..!! ... en ákvað að skella mér. Þegar ég var búin að loka og gera upp í ESSO dreif ég mig í partý heim til Valgeirs og þar var líka þessi fínasta stemning ... Valgeir, Egill, Erla og Stína voru í banastuði og það var ekki annað hægt en að fara í þvílíkt stuð. (Hef reyndar aldrei séð hana Erlu mína svona sauðdrukkna). Ég skellti í mig kippu á ljóshraða. Tókum nokkur nett dansspor og létum reyna á söngtaktana sem já .. voru samkvæmt áfengismagninu sem var innbyrt. Stuttu seinna mætti Vala á svæðið og held ég barasta að hún hafi dottið í sama stuðgírinn og við. Þegar lögreglan bankaði svo uppá var ekki annað um að ræða en að drífa sig á ballið ...... Nágrannarnir voru víst ekki í sama stuðinu og við :-/
Þegar á ballið kom var ansi fámennt, en þá skellti ég bara í mig tveimur bjórum í viðbót og fjölgaði fólkinu við það. Sennilega sá ég tvöfalt eða eitthvað, hvað veit maður?? Allavega fannst mér talan 37 ekki svo fráhrindandi í því ástandi sem ég var fyrr en litla hjásvæfan mín tók mig á teppið og skipaði mér að fara heim, ALEIN!! Auðvitað hlýddi ég ..... en fer samt ekki ofan af því að 37-an leit mjög vel út .....

Á sunnudaginn fór ég svo í sveitasæluna. Þangað voru mættir Gummi rauði og Gísli að hjálpa heimilisfólkinu að moka skít, ó já, engin lygi!! Held að Svanhildur hafi lokkað þá með heim í sveit eftir ballið, og þá var ekki aftur snúið. Þeir fengu einn bjór fyrir hverja stýju sem þeir kláruðu þannig að þeir voru orðnir ansi hressir í kvöldmatnum. Þetta endaði með því að við sátum og skutum fast á alla, í allar áttir ... Engum hlýft, hvorki múttu né öðrum í stórfjölskyldunni!! Fín stemma yfir þessu öllu saman.

Nú er maður bara komin í borgina og sér fram á þétta dagskrá. Byrja að vinna á fullu á föstudaginn ... tónleikar á laugadaginn ... skila lokaverkefninu eftir viku ... æfa kórundirleiki ... og læra söngskólatexta ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home