Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Tóm gleði og hamingja

ÉG held ég hafi tekið eitthvað mesta brjálæðiskast sem ég hef tekið á öllu árinu í morgun ... :)
ÉG vaknaði illa fyrir kölluð, eftir lítinn svefn við símann. Innihald símtalsins gerði mig svo reiða að ég rauk á fætur eins og naut í framan. Á leið minni að tannbursta mig rak ég bæði hnéð og tána svo hressilega í og það gerði útslagið. ÉG sparkaði af öllu afli í hurðina og skellti henni svo fast á eftir mér ... Tók eitt nett ,,helvítis djöfull" öskur í leiðinni :) Svo var þetta bara búið fljótlega með smá hjálp frá Karen og múttu :) Fínt að verða svona klikkaður bara heima hjá sér og vera svo bara búin að róa sig þegar ég fór út um útidyrnar. Enn betra að enginn sá til mín!!! Ég er búin að hlæja að sjálfri mér í dag fyrir þetta æðiskast sem ég tók.
Annars kemur nú sárasjaldan fyrir að ég tek uppá þessu!! Kannski einna helst þegar ég spilaði Hættuspilið við Binna Bjarka hérna í den. Það eru víst ennþá sagðar sögurnar af mér hvað ég gat orðið reið við hann :) Einu sinni vorum við Binni nefnilega á launaskrá fyrir að þræta, vera ósammála og láta hvort annað fara í taugarnar á okkur. Það besta við það allt saman er að í dag erum við perluvinir ... og ekki til ósætti.

Nú er ég semsagt hin allra rólegasta. Skellti mér í sund í dag og við Erla sátum í pottinum í nokkra klst. og ræddum um karlpeninginn. Þykjumst báðar eiga okkur draumaprinsa þessa dagana!! .. Það fer hins vegar verri sögum af því hvernig ég ætla að sannfæra draumaprinsinn um að ég sé draumaprinsessan. Æ æ æ!! Annars er merkilegt hvað maður fær alltaf svona dugnaðartilfinningu eftir sundferð þrátt fyrir að liggja bara í pottinum. Í kvöld ætlum við svo að skella okkur á Kaffi Kúltur að hlusta á Melodikku ...

Plan helgarinnar er svo að kíkja rétt aðeins í kollu á föstudagskvöldið og síðan veitti mér ekki af því að æfa mig fyrir söngprófið mitt. Það er komin dagsetning á það, mánudagurinn 10. maí kl.09:50. Fékk skýr skilaboð frá Dóru söngkennaranum mínum í dag að ég skyldi ekki voga mér að fara seinna en kl.06 á fætur þann daginn. Hvernig í veröldinni á ég að fara að því. Maður spyr sig!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home