Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, maí 21, 2004

8 dagar í Danmörk ;)

Hér er allt við það sama!! Þegar maður vaknar á fimmtudagsmorgni og sér skóna við hliðiná rúminu, pilsið á golfinu, bolinn uppí hillu, símann undir manni, skartgripina uppí rúmi, er með smiði í vinnu í höfðinu og maginn eins og maður sé úti á sjó þá dregur maður óneitanlega þá ályktun að maður hafi drukkið talsvert kvöldið áður ..... Annars frábært próflokadjamm nema að ég hafði ekki úthald lengi. Sá á ákveðnum tímapunkti þann kostinn vænlegastan að stinga alla af og koma mér í bælið. GERÐI ÞAÐ!!

Átti gott moove áðan!! Þurfti að fara í þjóðskrána og breyta lögheimilinu mínu ... Utan á húsinu stóð ÞJÓÐSKRÁ þannig að auðvitað labbaði ég bara inn og beint að afgreiðsluborðinu. Spurði þar ,,hæ get ég ekki breytt lögheimilinu mínu hérna". Ég hafði ekki veitt því athygli að á leið minni að afgreiðsluborðinu labbaði ég framhjá öllum mögulegum raftækjum uppþvottavélum, þvottavélum, straujárnum, ristavélum og fleiru. Konan benti mér kurteisislega á að ég væri stödd inní raftækjabúð!!

ÉG ætla að tryggja mig betur áður en ég fer til Danmerkur!! Það er ekki víst að ég fatti það einu sinni ef ég tek vitlaust flug og fer til Guatemala ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home