Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, maí 17, 2004

Börnin ,,sætu"

ÉG get ekki annað en minnst aðeins á Digraneskirkjutónleikana í síðustu viku!!
Á þessum tónleikum voru saman komin milljón lítil skrímsli (grunnskólabörn). Ég sat í einu hláturskasti nánast allan tímann því ég var alveg búin að gleyma hvað þessi litlu maurar geta verið fyndnir. Þau voru mörg hver svo algjörlega í eigin heimi á meðan þau áttu að vera að syngja. Einn var að leika vélmenni meðan kórfélagi hans var að syngja einsöng, ein hljóp bara fram í sal í miðju lagi, nokkrir náðu aldrei að syngja með því þeir voru svo mikið að fylgjast með áhorfendum o.s.frv. Þessar litlu dúllur geta gjörsamlega stolið senunni án þess að það sé nokkuð planað hjá þeim :) Þau eru svo endalaust einlæg og koma bara til dyranna eins og þau eru klædd!!

13 dagar í Danmörk!! Það er komin nokkur spenna í mann fyrir ferðina og ég hlakka barasta til að eyða annarri vikunni með 45 stykkjum af 14-16.ára stelpum!! Ó já!! Þótt þetta sé gelgjualdurinn víðfrægi set ég mig bara á sama plan og þær þegar ég er með þeim og nýt þess að yngjast um nokkur ár aftur ... Þetta eru alveg frábærar stelpur og ágætis upphitun fyrir kennarastarfið!!

Svo má ég til með að skella inn orðum hjásvæfunnar minnar. Ég er farin að sakna hennar ískyggilega mikið!!
"Mér finnst sumarið vera ný búið og þá er það bara komið aftur ...ekki það að ég hafi eitthvað á móti því, því þá hefur maður alltaf örugga hjásvæfu ;o) ...sem verður samt ekkert fúl þó maður lendi óvart á einhverjum öðrum stað ;o) Þetta verður nottlega bara snilldar sumar held ég, við verðum báðar að vinna í Essó og golfið fær allan okkar frítíma ...Getur ekki verið betra :o)"
Ég skellti þessu með því þetta er nákvæmlega lýsingin á komandi sumri hjá mér og þá þarf ég ekki að orða það frekar;)

... Ég held að tvær af hverjum þremur vinkonum mínum séu í barnahugleiðingum, óléttar eða nýbúnar að eiga barn!! HVAÐ ER Í GANGI??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home