Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, maí 16, 2004

Euroteiti


Þá er annar í þjóðhátíð búinn og landinn hundsvekktur. Jónsi stóð sig bara nokkuð vel fannst mér, en ég verð samt að segja að ef ég væri Ítali eða eitthvað hefði ég örugglega setið heima í stofu og hlegið mig máttlausa. Hvaða hopp og tilþrif voru þetta eiginlega? Held að það hefði verið skárra ef hann hefði bara staðið við mýkrafóninn eins og Kýpur stelpan fyrst hann var einn á annað borð.
Það er líka gaman að því að sama hversu vonlaust lag við erum að senda af stað þá erum við alltaf jafn bjartsýn .. Alveg stórkostlegt að fylgjast með fjölmiðlum sem alltaf segja að Eurovisionfararnir okkar séu að slá í gegn og allir dýrki þá!!! :) En við erum nú ekki Íslendingar fyrir ekki neitt ...

ÉG skellti mér í Eurostemninguna á Laugaveg 61. Þar voru blakgyðjurnar og hljómsveitin mín samankomin og tókst okkur stjórnarmeðlimum bara að koma ýmsu í verk samhliða bjórnum!! Bíð spennt eftir að ritarinn komi með pistil um það og þá verður settur linkur!! Annars var ég með allra lélegasta móti .. Renndi niður í mesta lagi þremur bjórum og hefði alveg eins getað verið á bílnum í staðin fyrir að standa í næstum klukkutíma í taxaröð ásamt formanninum og eiginmanni. HVAÐ VAR ÞAÐ!!! Við lentum líka á skondnasta bílstjóra EVER. Karlinn var í hvítum jogging galla með GEVALIA kaffi og sagði okkur sögur. Hann var nú ekkert par sáttur félaginn að hafa óvart eins og hann orðaði það búið til barn með einni tælenskri. Sagðist bara hafa gert eiginkonuna brjálaða (skrítið) og fengið 18 ára víxil í staðin.

Annars er maraþon píanóæfing núna (smá pása). Vaknaði fyrir allar aldir og byrjaði að hamra á nótnaborðið ... Selfoss á eftir ... og 13 dagar í draumalandið, og þá er nú vissara að vera með sínar undirleiksnótur á hreinu. Jeg glæder mig helt vild meget ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home