Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, maí 11, 2004

Fólkið og linkarnir

Aldrei hef ég tjáð mig neitt um alla þessa linka sem ég er búin að setja inn!! Kominn tími til að taka nokkur blogg fyrir :)

Uppáhaldsblogg þessa dagana:
Erla Gísla: Þótt hún sé nú ekkert allt of dugleg að setja eitthvað inná bloggið sitt þá hefur hún alveg einstakt lag á því að segja frá á skemmtilegan hátt.
Ágúst: Gústi er svona menningarkóngur. Mjög duglegur að sækja menningarlega atburði og glæða líf sitt með því sem samfélagið hefur uppá að bjóða. ÉG er alltaf spennt að lesa hvað hann hafi verið að bralla og gaman að sjá hvernig hann kemur því frá sér á blogginu.
Egill og Binni: Þeir félagar rétt sleppa inní uppáhaldsblogg því bloggletin er að fara með þá þessa dagana. En þegar þeir taka sig til getur verið óborganlegt að lesa skrifin þeirra.
Guðný Ebba: Það kemst enginn með tærnar þar sem hún er með hælana í notkun íslenskrar tungu á skemmtilegan hátt. Guðný er fædd til þess að skrifa og kemur hlutunum alltaf snilldarlega frá sér.
Laufey: Hún kemur sterk inní bloggheiminn. Mér finnst sérstaklega gaman að lesa bloggið hennar því hún hefur skoðanir á hlutunum og er óhrædd við að láta þær flakka.

Aðrir góðir:
Auður: Alltaf gaman að lesa hvað Auður hefur að segja því hún hefur skoðanir á hlutunum og þær eru ekki útí loftið. Hún er ein af þeim sem getur rökstutt það sem henni finnst enda ekkert smá klár stelpan!!
Aldís: Það er alltaf gaman að lesa hvað V-Húnv. eru að bralla. Mér finnst samt sérstaklega gaman að lesa hvernig flautunáminu hennar miðar, af hverju skyldi það vera? :) ÉG ætla nefnilega að taka hana mér til fyrirmyndar og setjast á skólabekk með flautuna næsta haust.
Elva og Matti: Ég var nú farin að halda að þau væru endanlega hætt að blogga, en kraftaverkin gerast. Efir ca 2 mánaða hlé er Elva komin í gang og sérstaklega gaman að lesa það blogg því hún minnir mig stundum doldið mikið á pabba sinn.
Gréta: Hún er bjartasta vonin :) Það er svo gaman að lesa hvað allt gengur vel hjá henni því það gefur manni sko von um að það sé ekki vitleysa að þess háttar hamingjutilvera sé til. Það er ekki ofsögum sagt að maður uppskeri eins og maður sái þannig að hún á það reglulega skilið!!
Gurrý: Hún er stundum þessi ofvirki bloggari. Mættu margir taka hana til fyrirmyndar!! Alltaf gaman að lesa hvað er í gangi hjá henni og maður getur alltaf treyst á að hún sé dugleg að setja eitthvað inn.
Hrefna Ósk: Við erum að fara að kenna saman næsta haust og er ég dauðslifandi fegin að fá hana með mér Norður. Af blogginu er það að segja að það er alltaf gaman að njósna um hana og ættingja sína :)
Katla: Nýliði sem lofar góðu en mætti nú samt vera duglegri að blogga. Ég kenni prófatíðinni um það þannig að hún fer ekki í skammakrókinn strax.
Kidda: Ef hún væri ekki að blogga myndi ég ekki vita hvort hún er lífs eða liðin. Hef ekki séð hana síðan í nóvember og er nú ekki alveg sátt við það!!!!!!! Allavega, gott að geta á einhvern hátt fylgst með henni.
Kolla og Raggi: Þau eru fulltrúar verðandi foreldra. Kolla er nú öflugi ritarinn á þessari síðu en það er engu að síður alltaf gaman að lesa síðuna hvort sem hún eða hinn helmingurinn skrifar.
Kristín: Ef þessi elska væri duglegri að blogga ætti hún heima í uppáhaldsbloggum. Það er must að fylgjast með henni, enda uppáhalds hjásvæfan og bestasta frænkan þótt hinar séu góðar. ÉG veit ekki hvar ég væri án þessarar elsku enda búið í sama herberginu í nokkur sumur og hún hefur einstakt lag á því að koma mér í gott skap þegar illa gengur.
Linda Hlín: Ein af þessum frábæru frænkum mínum. Ég væri nú til í að hitta hana oftar, en þess á milli er bara fínt að geta lesið bloggið því þá missi ég ekki af miklu :)
Marsibil: Stuðbolti, eitt orð. Hún er ávallt hress og fulltrúi þeirra Akureyringa í bloggheiminum. Gaman að lesa hvað þar er brallað.
Sigrún Dögg: Enn kynni ég V-Húnv. til sögunnar. Gaman að lesa það sem henni dettur í hug, sérstaklega kenningar hennar um fólk með tóneyra :) Keep up the good work!!
Soffía: Fulltrúi draumalandsins!!! ... og minn helsti ráðgjafi í tónmenntakennaraheiminum. Mikilvægt að geta fylgst með svo mikilvægum persónum í lífi mínu :)Sé hana bara allt of sjaldan.
Kristín I: Hún gefur mér von um að á Blönduósi leynist djamm og líf á veturna. Klárlega einn af helstu peppurunum mínum þegar ég er að fá bakþanka með Norðurlandið!!
Silli: Þetta blogg er skemmtilegt NEMA þegar hann bloggar á þessu dulmáli sem ég botna ekkert í :)
Þura: Sem betur fer er kvenfólk í þessum landi sem leggur á sig að verða lögga. Alltaf gaman að fylgjast með löggimanninum :)

Skammakrókurinn:
Davíð Rú: Bloggletin er komin í sögulegt hámark!! Eins og það getur verið gaman að lesa það sem kemur út úr þessum manni þá er ekki gaman að fara alltaf á síðuna og sjá sama gamla bloggið. Hertu þig drengur!!
Guðný Erla: Um hana gildir það sama og Dicanio. Uppfærslurnar eru ekki að koma nógu ört. En þar sem Guðný er svo endalaust samviskusöm og dugleg þá tel ég fullvíst að hún er að nota tímann í eitthvað gáfulegt, þannig að ég hef næstum ekki samvisku í að skamma hana fyrir bloggleti :)
Svanur Bjarki: Að maður sé nú ekki nógu merkilegur til að komast í flokkinn vinir og vandamenn hjá honum er hrein og klár móðgun, hehe. En annars fínn skáldskapur sem þarna er á ferðinni.
Kiddi: Hann á heima hér sökum bloggleti. Annars er HEIMASÍÐAN hans, ekki blogg, mjög skemmtileg og hefur verið ansi öflugur á myndavélinni í gegnum tíðina.

Þið hin eruð fín :) Mig skortir bara þolinmæði til að tjá mig um alla þessa linka ... og þar með er þessari lengstu bloggfærslu EVER hjá mér lokið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home