Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, maí 03, 2004

Hjóla í skóla


Um daginn setti ég persónulegt heimsmet .... Þá labbaði ég í vinnuna ... !!
Tek það til allt til baka því nú afrekaði ég meira. Ég hjólaði í skólann ....!!

Áður en ég lagði af stað fannst mér ég vera að leggja í af stað í hina hinstu ferð og að ég væri að fara alla leið til tunglins. ÉG leit á úrið áður en ég fór af stað, svona rétt til að vita hverslu langan tíma þetta tæki. Var búin að spurja ýmsa fróða aðila og bar mönnum hreint ekki saman ... Það er nú doldið undarlegt að maður veigri sér ekki við að hjóla rúma 10 km í skólann í Danmörku, en á Íslandi!!! ... ehhhh ... Held að það séu rétt tæpir 5 km í skólann hérna í Rvk og já mér fannst STÓRT afrek vera í aðsigi.
Á leið minni í skólann komst ég að einni niðurstöðu. Ef maður villist mikið á bílnum sínum, þá villist maður ekki síður á hjólinu. Ég ætlaði auðvitað að vera rosalega fljót og tók öllum ábendingum um hjólreiðastíga og svona leynileiðir .. ehe ... ÉG snarvilltist og var allt í einu komin í hættuleg húsasund ... eða ekki ... Allavega týnd í hinum stóra heimi. Á endanum komst ég nú á leiðarenda, svona nokkuð ósködduð. Reif aðeins jakkann minn í einhverjum æðibunugangi á leið minni yfir ljós og klessti jú næstum tvisvar á. Einn hjólreiðamann og einn bíl ...!! Kannski ég hlýði pabba næst og fari með hjálm, það hefur ekki drepið neinn hingað til.

Lokaverkefnið klappað og klárt .. Búið að skila!! VÁ - hvað ég er fegin!!

Helgin var fín. Á föstudagskvöldið bauð ég, listakokkurinn, henni Svanhildi í mat. Tók þá ákvörðun að hringja ekki í Lindu því hún er ALLTAF upptekin þegar ég reyni að ná í skottið á henni. Auðvitað var hún svo bara heima að gera ekki neitt og borðaði grjónagraut. Mér verður seint fyrirgefið!!
Á boðstólnum voru þessar fínu lambalærisneiðar með öllu tilheyrandi .... Bara nokkuð gott hjá mér .. eh .. fyrir utan að ég setti reykskynjarann oft í gang og átti alveg eins von á að slökkviliðið mætti. Maður veit aldrei hvað þessu fólki í blokkinni dettur í hug. Ég hefði þá allavega getað boðið mönnunum í smá kjötsneið.
Eftir þennan prýðismálsverð fór ég til Karenar og hitti hana og Röggu .. Allir að fagna því að lokaverkefnið var í höfn :) Við kíktum svo í bæinn og þar var nú ekki margt um manninn. Hitti reyndar sjaldséðan hvítan hrafn. Steina nokkurn á Núpi.

Á laugadag og sunnudag heiðraði ég svo American Style með þreytu minni. Allir að fá útborgað þannig að það var brjálað að gera .... Ég kíkti líka aðeins á hana Svanhildi Sóley frænku mína og kenndi henni á píanó. Hún er að fara í stigspróf á miðvikudag ...

Á sunnudagskvöldið var svo skvísuhittingur með meiru. Mættar til leiks voru: Laufey, Erla, Guðný, Steinunn og Auður. ÉG var doldið sein því ég var að vinna en þegar ég mætti á svæðið var búið að skipuleggja framtíð okkar allra. Frægðin og framinn bíða hinum megin við hornið :) Er þaggi skvísur?? múahaha!! Læt bíða með fréttir af þessu máli þangað til að formaðurinn eða aðrir félagar tjá sig um þetta á blogginu sínu.

Annars er ég að fara á stomp námskeið í dag og á morgun. Ég þarf varla að taka fram að sú sem kennir er dönsk :) Alltaf er maður að reyna að sækja sér meiri og meiri fróðleik svona rétt áður en ég fer að kenna .... :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home