Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, maí 05, 2004

Hvað er málið?

Hvað er málið með þessa húslykla mína? Ég er búin að læsa mig úti tvisvar sinnum síðustu þrjá daga :( Í fyrradag skildi ég húslyklana eftir inni á klósetti og varð að vekja pabba þegar ég kom heim kl.01. Í dag fór ég svo á hjólinu í vinnuna og ætlaði sko aldeilis að skila hjólalyklunum samviskusamlega á sinn stað (svo ég myndi ekki týna þeim). Ég labbaði inn, hengdi upp lyklana, labbaði út. Gat ekki verið einfaldara. Þegar ég kom út aftur sá ég mér til skelfingar að ég hafði hengt um hús- og bíllyklana í staðin fyrir hjólalyklana. Þeir voru ennþá í höndunum á mér ... Ekki gaman að vera læst úti!!!

ÉG leit extra vel í spegil áðan .. var að leita að hrukkum!! Það kom nefnilega lítið barn hlaupandi til mín í dag og sagði ,,amma, amma" og vildi endilega koma í fangið á mér. Mamman kom í humátt eftir ,,nei, þetta er ekki amma þín" .... Maður spyr nú bara hvað er málið :)

Jæja, best að hætta þessu slóri .. Er í tölvunni hjá Hrefnu og Þórði!! Húsfreyjan í Ástúninu er eitthvað paranoid út af vírusum þessa dagana þannig að það er stranglega bannað að tengjast netinu þar á bæ. Ég fæ ekki að tengja netið við mína tölvu fyrr en ég er búin að fara og láta athuga hvort það eru einhverjir vírusar í henni .. og þar sem það kostar milljón og peningatréð mitt blómstrar illa þá sé ég ekki framá að láta gera það ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home