Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, maí 07, 2004

Karlakór?

Uuuu ... Ég var að fá símtal um hvort ég hefði áhuga að gerast undirleikari hjá karlakór!! Líst mér eitthvað á það?? .... Tók mér allavega dáldinn umhugsunarfrest og sagðist ætla að leggja málið í nefnd hjá sjálfri mér.
Vangaveltur:
A) ÉG er ekki það fær á píanóið að ef ég segi já þýðir það að ég verð að eyða MIKLUM tíma í að æfa mig. Svo er ekki einu sinni víst að ég ráði við það.
B) Góð reynsla, sérstaklega þar sem ég hef áhuga á að læra kórstjórn. En ég er nú þegar komin með tvo barnakóra .. ER það ekki bara nóg?
C) Ágæt leið til að ná framförum á píanóinu því ég get að sjálfsögðu ekki komist undan því að æfa mig
D) ÉG ætlaði að fara á Blönduós m.a. til að róa mig aðeins niður og minnka við mig

OH .. Mér finnst leiðinlegt að taka ákvarðanir!!! Soffía .. og aðrir spekingar þessarar síðu. Hvað á ég að gera? :=)

Helgin framundan býður uppá söng og píanó ... ÉG þarf að æfa mig mikið því ég fer í söngprófið á mánudagsmorguninn og langar mikið til að standa mig eftir misheppnaða nemendatónleika hjá mér. ÉG er búin að sjá prófdómarann minn, ekta Breti sem virkar samt rosalega góðlegur. Held að þetta sé svona maður sem hefur meiri áhuga á að draga fram það besta í manni í staðin fyrir að reyna með öllum ráðum að fella mann. Það er jákvæður punktur og róar taugarnar mjög mikið. Ég fæ svo ekki að vita neina einkunn fyrr en 26. maí, nema að maður fær að vita um fall/staðið um leið og hann flýgur aftur til Bretlands.

Umm ... Ég er að fara að spila á Selfossi á morgun með stelpunum sem ég verð undirleikari hjá í Danmörku ... Eitthvað sjálfstæðisflokksdæmi sem mér er nú reyndar ekkert vel við ... hehe. NOTA BENE ég fer til DK eftir 22 daga :) Undirleikirnir hafa legið til hliðar í doldinn tíma út af lokaverkefninu þannig að mér veitir ekki af því að æfa mig ....

... Grillveisla í kvöld hjá Diddu frænku :) Hún eldar bestasta matinn í öllum geiminum og alltaf tilhlökkunarefni að kæta bragðlaukana hjá henni og hitta allt skemmtilega frændfólkið mitt. Ekki skemmir að mamma er líka að koma í bæinn :) Ég ætla að draga hana með mér í menningarreisu á Selfoss á morgun. Ef einhverjir fleiri vilja koma með okkur mæðgum er bara að slá á þráðinn :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home