Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, maí 11, 2004

Karlar hvað?

ÉG var sko efnileg áðan!! Lá í götunni í sparibuxum, appelsínugulri peysu og háhæluðum skóm. Ég var nebblega að týna naglana úr dekkjunum hjá mér og lét sko engan pentpíuskap hafa áhrif á það!! Er orðin ansi smeyk við þessar löggur sem eru alls staðar í felum í leit af kærulausu fólki á nagladekkjum. En eitt vesen hlaust af þessu dekkjabrasi mínu!! Ég fann mér til mikillar skelfingar eina skrúfu sem situr föst í vinstra afturdekkinu. Ég verð að kíkja á félagana og vitnin mín í síðasta klessó á dekkjarverkstæðið á morgun ...

Um helgina létu mamma og Inga hans Dolla óspart í ljós að þær hefðu áhyggjur af mínum karlamálum. Ég held hreinlega að þær haldi að ég eigi aldrei eftir að ganga út. ÉG hef allavega mun minni áhyggjur af þessu sjálf heldur en þær :)
Þær réðust á Birgi Leif og báðu hann að telja upp vini sína sem væru á lausu og komu með nokkrar tillögur af karlmönnum sem þær mundu eftir. Það er nú ekki eins og maður geti bara pikkað upp þann gaur sem manni líst vel á!! Mamma er líka ansi fyndin með eitt. Hún ákveður stundum einhverja drengi sem hún vill endilega fá sem tengdasyni, það fyndnara er að hún hefur oft aldrei séð þá. Annað hvort bara séð þá á myndum eða heyrt eitthvað um þá. Hún hefur sem dæmi haldið uppá Teit (kórdreng úr FNV), Tomma á Sauðadalsá, Gunna sem var í Kennó, Óla Magg og fleiri ... Svo hefur hún líka ákveðnar skoðanir hverja hún vill alls ekki fá sem tengdasyni. Betra að nefna engin nöfn!! Hún brosir nú samt alltaf sínu blíðasta þegar einhver hefur laumast út um herbergisdyrnar mínar á morgnana, og tjáir sig bara um það síðar ..
En aðal málið hjá múttu er allavega að koma mér út áður en ég flyt aftur til Danmerkur. Hún er fullviss um að ef ég fer einsömul þangað komi ég ekkert aftur til baka .. Hver veit? .. en þá er nú ekki langt að kíkja til mín í heimsókn ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home