Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, maí 28, 2004

Meira af bílamálum

Aðeins minntist ég á hann Gorba minn í færslu gærdagsins ..
Ég gleymdi auðvitað aðal kagga Húnavatnssýslna!!! Já Kolla og mamma þykjast muna aðeins eftir því :)
LADAN HANS AFA Á KRINGLU!!
Efnilegur bíll!!!

Þessu forláta farartæki kynntist ég strax þegar ég var 17.ára í sauðburðinum!! Ég og Ardís vorum sendar í bæjarferð að sækja áburð og eitthvað í soðið. Ekkert smá flottar á þjóðvegi nr.1 þótt ferðin hafi sóst seint. Þegar við komum fyrir utan pakkhúsið og komnar með áburðinn í skottið vandaðist málið!! Að setja Lödu í bakkgír hafði afi gleymt að fræða okkur um. Okkur þótti vænlegra að ýta Lödunni í stað þess að biðja einhvern um að hjálpa okkur með gírana. Að maður sé að segja frá þessu!! SEMSAGT!! Fyrir utan Kaupfélagið, Pakkhúsið og á fleiru fjölförnum stöðum fór önnur okkar út og ýtti Lödunni samviskusamlega meðan hin sá um aðgerðir á stýrinu.

Leiðir okkar Lödunnar lágu aftur saman síðar. Þá var ég að vinna í Sparisjóðnum á Hvammstanga og keyrði all reglulega á milli á morgnana og kvöldin. Mér og Lödunni samdi ekkert sérstaklega vel. Það voru ófá símtölin sem Kolla Stella fékk á morgnana um að hirða mig upp einhvers staðar útá vegi .. LADAN Í VERKFALLI .. og svo fékk Skúli Húnn annað símtal um að heilsa uppá gæðinginn. Hún var meira svona ALLTAF að bila greyið. Ég er nánast viss um að í Sparisjóðnum hafi verið veðjað hvað ég kæmist marga kílómetra hvern dag ....

Annars samdi okkur Kormáki vel í gær. Hann er reyndar með sjálfstæðan vilja, kveikir bara á stefnuljósinu þegar honum hentar og hann er ekkert að spá í hvort hann gefi merki um að ætla að beygja til hægri, vinstri eða jafnvel í báðar áttir. Svo slekkur hann líka á útvarpinu þegar honum hentar, held hann fýli bara ekki sum lögin .. Já, svona fer fyrir manni þegar maður er farinn að sakna Toyotunnar sinnar of mikið!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home