Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, maí 04, 2004

Minna gáfulegt


Jæja .. formaðurinn og Eggið eru farnar að tjá sig eitthvað um það sem við vorum að plana á skvísuhittingnum!! Næsti fundur verður haldinn þar næsta laugadag ... og all líklegt að við þurfum að dulbúast á leiðinni þangað!!! ÉG þarf samt að sætta mig við það að ég verð bara fjarlimur (eh ... svona fjarverandi meðlimur) fyrst um sinn. Var að búa til stórglæsilegt nýyrði :) Minns verður jú fyrir norðan ... En ég ætla ekki að láta mig vanta á langa laugadaga því ég verð í einhverjum söngtímum fyrir sunnan og þess vegna kjörið að fara í þá þær helgar sem félagið er í action. EN ALLAVEGA ... ÉG var að hlusta á Rebelinn og líst fanta vel á það!! Ég greiði þessu lagi mitt atkvæði sem fyrsta lag okkar hávaðastelpna.

Gærdagurinn bauð upp á tvær minna gáfulegar setningar, eins og Gurrý myndi segja :)

1. ÉG var að segja pabba frá því að nú væri ég búin að fá lánaðan gítar og ætlaði sko aldeilis að fara að æfa mig!! Hann sagði mér þá að hann hefði alltaf langað til að læra á gítar. ,,Aldrei of seint að byrja" svaraði ég og sagðist geta kennt honum einhver grip þótt ég væri nú ekki efnileg sjálf. Þá leit hann á mig og glotti!! ÉG var auðvitað búin að steingleyma að hann sagaði af sér einn og hálfan putta fyrir löngu síðan ....

2. Gáfnaljósið hún Svanhildur var að láta mér vorkenna sér fyrir að þurfa að fara á eitthvað skyndihjálparnámskeið í vinnunni. ,,ÉG þarf að vera allan fimmtudaginn í Reykjavíkurlauginni .... fyrir hádegi" ... Hún mótmælti nú ekkert þegar ég benti henni á að fyrir hádegi væri ekki allur dagurinn.


Í gær fór ég á stomp námskeiðið. Endalaust gaman og líka ágætt að sjá eitthvað af þessum tónmenntakennurum sem eru að kenna úti í hinum stóra heimi. Þetta þýðir bara það að ég verð búin að ræna öllum kústum sem ég kemst í þegar ég fer að kenna ... jibbikajei ....

Tvær spurningar svona í lokin:

Hver býður sig fram í að skipta fyrir mig um gítarstrengi?
Hvað gera dömur sem eru fávísar um bíla þegar bíllinn er eineygður??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home