Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, maí 10, 2004

Mánudagur til mæðu hvað!!!

Ég var svo upp tjúnuð eftir prófið í morgun að ég gleymdi aðeins að segja frá uppátæki mínu fyrir það :) Eins og ég nefndi einhvern tímann þurfti ég að vakna klukkan sex í morgun. Þar sem ég er einhver mesti snillingur EVER í að slökkva á vekjaranum í svefni hafði ég ekki mikla trú á að það tækist!! ÉG var það smeyk um að sofa yfir mig að ég fékk þrjár manneskjur til að hringja í mig á mismunandi tímum, stillti vekjarann og setti svo fimm remaindera í símann minn. Einn sagði ræs, annar vakna, þriðji farður á fætur, fjórði söngpróf og sá síðasti lokaútkall :)Maður deyr nú ekki ráðalaus sko. Það var semsagt allt á fullu þegar ég átti að fara á fætur í morgun og útilokað að ég svæfi yfir mig.

Fyrir prófið mátti ég velja fjögur lög til að syngja og þegar ég labbaði inn valdi karlinn tvö í viðbót af lista sem ég hafði undirbúið fyrirfram. Að sjálfsögðu allt utanbókar. Þessir prófdómarar eru gjörsamlega óútreiknanlegir, ekki nokkur einasti séns að spá fyrirfram hvað hann velur. Hins vegar velja þeir nánast aldrei íslensk lög og þess vegna spólaði ég bara yfir það í morgun þegar ég hitaði upp. Þegar ég mætti vildi karlinn að sjálfsögðu heyra það íslenska. Gat ekki annað en hlegið .... og svo valdi hann líka franska lagið mitt.

Þegar ég kom útúr prófinu vissi ég ekkert hvað ég átti af mér að gera. Fyrir utan að ég mundi að heima beið herbergi á hvolfi, þarf að skipta um olíu á bílnum, Borgarbókasafnsgeisladiskirnir að falla í sekt, linsur sem bíða mín hjá augnlækninum, þarf að týna naglana úr dekkjunum hjá mér, er alltaf á leiðinni að kaupa möppur til að flokka 2m háan stafla af nótum, veitti ekki af því að æfa mig á píanóið .. Á ég að halda áfram?? Það er ekki hægt að láta sér leiðast í þessu lífi!! En nennti ég einhverju af þessu? Ekki séns. Fór að ráðum Jórunnar (sem bjargaði mér ásamt heppni í morgun) og ákvað að eiga notalegan dag. Ég kíkti í heimsókn til Höllu og átti rosalega góðan dag með henni og Diljá Dís. Litla skvísan er svo endalaust mikið æði :) ... og auðvitað Halla líka :) Þetta endaði auðvitað með að ég var í mat líka og svo var ekki annað hægt en að koma mér inní OC þættina. Takk fyrir frábæran dag!!!

... og svona í lokin!! Djamm-mynd af okkur frænkum síðan á föstudagskvöldið. Ótrúlega ólíkar en samt líkar:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home