Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, maí 24, 2004

Músikka!!

Stundum velti ég fyrir mér hvern fjandann ég fæ út úr þessu tónlistarstússi mínu!! Alla helgina var ég dauðkvíðin fyrir tónleikum sem ég þreytti á Þorlákshöfn í gærkvöldi ásamt Danmerkurskvísunum mínum og þegar ég lak inn um dyrnar seint í gærkvöldi og gjörsamlega búin á því þurfti ég að fara að einbeita mér að jarðaför sem er í dag. EN eitthvað er sjarmerandi við þetta allt saman því maður lifir og hrærist í þessu sama hvað á dynur. Alltaf einhver frábær vellíðunartilfinning sem fylgir því þegar maður finnur að maður hefur glatt einhver hjörtu með tónlist sinni ... Samt ekki þessi rosalegi kikkur sem maður fékk þegar við Hvatarstúlkur settum boltana í netið hérna á árum áður. Annarskonar góð tilfinning :)

... og hvað á þetta góða veður að þýða!! Ég ek um með ekka því mig langar í golf ... NÚNA!! Einmitt þegar ég var alveg að truflast yfir því að vera ekki fyrir Norðan með golfsettið mér við hlið þurfti að koma viðtal við golfspeking í útvarpinu. Ég kastaði útvarpinu út um gluggann. Næstum því. Mig langar líka í sveitina í sauðburð .. og þá þurfti ég endilega að lesa þennan pistil um borgarbörnin en það er bara ekki hægt annað en að hrósa honum. Vel mælt.

Hvort er maður orðinn gamall eða að missa vitið þegar maður hlustar bara á Radio Reykjavík og gömlu gufuna til skiptis?? Ég bara þoli hvorki Bylgjuna eða FM 95.7 eða þetta popprugl ... skil þetta ekki!!

And finally. Heimurinn hrynur á morgun, bíllinn minn yfirgefur mig og heldur Norður í golfmenninguna. Hvernig á ég að fara að því að vera uppá strætó komin?? Já, maður spyr sig!! .. og hvað er með það að geta ekki hugsað sér að taka strætó á Íslandi þegar mér fannst það minnsta málið í heiminum þegar ég bjó í DK!! Mín eina reynsla af strætó í Reykjavík er þegar ég var doldið mikið yngri og fór með Lindu Hlín. Við villtumst. MIKIÐ. Þetta verður fróðlegt .. og kannski ég hafi bara gott af því?? Nema einhver vilji bjóðast til að gerast einkadriverinn minn næstu daga ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home