OMEGA og fleira

Draumaliðsleikur DV. I´m in action :) Já, ég skráði sko tvö lið til leiks og reyni að láta líta út fyrir að ég hafi eitthvað vit á íslenskum fótbolta. EHE .. ÉG hef þrjár milljónir til umráða og get selt og keypt leikmenn fyrir þann pening!! Svo get ég rekið þá þegar þeir standa sig ekki eða eru meiddir, múahaha!! Ágætis valdatilfinning, en vitið á þessu eitthvað minna :) Veit nú ekkert hvað telst gott í stigafjölda fyrir umferð þannig að ég læt ósagt hvað liðin mín fengu fyrir þá fyrstu ....
Amma í sveitinni er sextug í dag :) Ég hringdi í sveitina áðan og söng afmælissönginn fyrir hana. Þegar ég var búin að syngja smá var bara hlegið hinu megin á línunni. Betra að hringja á rétta bæi!! Hringdi óvart á Kornsá í staðin fyrir Kringlu ..
Annars fór ég í sveitaferð í dag, með litlu systir og leikskólanum hennar. Ein af vinkonum systur minnar hændist doldið að mér og spurði mig mjög einlægt af hverju hún þyrfti eiginlega að hætta í leikskólanum til að fara í stóra skólann. Ég reyndi nú að útskýra það og lét fylgja í leiðinni að það væri rosalega gaman í stóra skólanum og að ég væri sko ekki að plata því ég væri kennari (næstum). Hún horfði á mig hugsi og spurði ,,hvernig getur þú verið kennari þegar þú ert ekki kona?? Þú ert bara stelpa" .... ehe ekkert smá dúllulegir krakkar. Síðan var ég spurð alls kyns spurninga. Hvað er að vera forvitinn?? og svona orð sem mér fannst skrítið að vera að útskýra ..
Well, time for icecream ;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home