Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, maí 18, 2004

OMEGA og fleira

ÉG slysaðist til að horfa aðeins á Omega!!! HVAÐ ER MÁLIÐ!! Þessa dagana er í gangi einhver söfnun því þeim vantar nýja tölvu til að senda út sjónvarpsútsendingar. Hún kostar 5 milljónir. Þessa dagana eru voðaleg skemmtiatriði einhver og viðtöl við fólk sem spjallar sko reglulega við hann Guð. Þegar ég var að horfa var verið að tala við ung hjón og karlinn gat varla fengið að tala því stelpan var alltaf að skjóta inn AMEN!! Bara fyrirgefiði, og vonandi móðga ég engan en þetta er klikkun í mínum huga. Í fyrsta lagi myndi ég miklu frekar vilja styrkja krabbameinssjúk börn eða eitthvað slíkt sem þarf örugglega meira á peningi að halda og í öðru lagi þarf ekki að taka heila sjónvarpsrás undir þetta því við hin getum bara farið í kirkju á sunnudögum!! Mæli allavega með þessari stöð ef fólki langar að hlæja af hlutum sem eru algjörlega komnir út í öfgar. ÉG hef ekki hlegið svona lengi lengi af einhverju íslensku sjónvarpsefni.

Draumaliðsleikur DV. I´m in action :) Já, ég skráði sko tvö lið til leiks og reyni að láta líta út fyrir að ég hafi eitthvað vit á íslenskum fótbolta. EHE .. ÉG hef þrjár milljónir til umráða og get selt og keypt leikmenn fyrir þann pening!! Svo get ég rekið þá þegar þeir standa sig ekki eða eru meiddir, múahaha!! Ágætis valdatilfinning, en vitið á þessu eitthvað minna :) Veit nú ekkert hvað telst gott í stigafjölda fyrir umferð þannig að ég læt ósagt hvað liðin mín fengu fyrir þá fyrstu ....

Amma í sveitinni er sextug í dag :) Ég hringdi í sveitina áðan og söng afmælissönginn fyrir hana. Þegar ég var búin að syngja smá var bara hlegið hinu megin á línunni. Betra að hringja á rétta bæi!! Hringdi óvart á Kornsá í staðin fyrir Kringlu ..

Annars fór ég í sveitaferð í dag, með litlu systir og leikskólanum hennar. Ein af vinkonum systur minnar hændist doldið að mér og spurði mig mjög einlægt af hverju hún þyrfti eiginlega að hætta í leikskólanum til að fara í stóra skólann. Ég reyndi nú að útskýra það og lét fylgja í leiðinni að það væri rosalega gaman í stóra skólanum og að ég væri sko ekki að plata því ég væri kennari (næstum). Hún horfði á mig hugsi og spurði ,,hvernig getur þú verið kennari þegar þú ert ekki kona?? Þú ert bara stelpa" .... ehe ekkert smá dúllulegir krakkar. Síðan var ég spurð alls kyns spurninga. Hvað er að vera forvitinn?? og svona orð sem mér fannst skrítið að vera að útskýra ..

Well, time for icecream ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home