Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, maí 06, 2004

Rusl

Missionið mitt þessa vikuna er að henda eins miklu og ég mögulega get!!! Jemundur, hvað það er erfitt ... Þeir sem þekkja mig vita að ég hendi helst ekki neinu. Nú er hins vegar harkan hundrað og ég æði um eins og svangur hundur með ruslapokann og ýmsir hlutir verða fyrir barðinu á mér. Stundum finn ég líka hluti sem ég týmdi ekki að henda á þriðjudegi en svo fá þeir að fjúka á miðvikudegi ...... Árangur dagsins í dag er einn og hálfur ruslapoki. Stefni í svona þrjú kvikindi.

Ástæðan fyrir þessari villimennsku minni er einföld!! ÉG er að flytja eina ferðina enn og ég er alveg orðin brjáluð á því. Flytja til Köben, flytja í Kópavog, flytja á Blönduós, flytja á Hvammstanga, flytja á Krókinn ... Svona er þetta búið að vera fram og til baka. Það versta er að ég á endalaust mikið af dóti í endalaust mörgum pappakössum sem eru úti um allt. Ég veit reyndar ekkert lengur hvað er í þessum kössum .... Ég veit hins vegar að ég veit ekkert hvað ég á að gera við allt dótið mitt í þetta skiptið því á sumrin búum við Kristín saman í lítilli holu sem rúmar ekki mína 5000 penna og öll hljóðfærin sem ég hef safnað að mér í kringum ævina. MIG LANGAR Í HÚS!!! :) Vill einhver vera svo sætur og splæsa í eitt handa mér????

... og svo eru það fötin!! hehe. Vill einhver útskýra fyrir mömmu að það sé alveg lífs nauðsynlegt að eiga svona 50 boli, 25 pör af buxum, 30 peysur, 20 skópör og 15 yfirhafnir. Hún segir alltaf að ég eigi mikið meira en nóg af fötum, en það finnst mér aldrei sko :-/ Fötin hans bróður míns komast næstum í eina hillu en ég þarf svona þrjá skápa ...... EN .. hvar á ég að finna pláss fyrir þau á Blönduósi??? Maður spyr sig ....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home