Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, maí 10, 2004

Skin og skúrir

Ég var að koma úr söngprófinu og átti alveg eins von á því að krassa. EN mér til mikillar gleði gekk þetta allt saman rosalega vel :) Vá, þvílíkur léttir. Ekkert textarugl og skrautlegir tónar eins og á nemendatónleikunum!!

Átti annars líka þessa frábæru helgi. Ákvað að snúa dæminu við með þetta söngpróf. Í staðin fyrir að vera heima og æfa mig og magna upp í mér eitthvað stress tók ég lífinu með ró. Á föstudagskvöldið var matur hjá Diddu frænku og eftir það kíkti ég aðeins í bæinn með Svanhildi. Þegar ég kom heim úr bænum spilaði ég doldið á píanóið, ehe, og eflaust einhverjir í blokkinni blótað mér þá :)

Á laugadaginn hélt ég í bæinn með múttu. Keypti mér útskriftarföt ... AFTUR!!!
Júbb, ég var nefnilega búin að kaupa þau en freistingar eru ekki til að standast þær. Eftir doldið bæjarflipp héldum við í Selfoss menninguna þar sem ég tók eina undirleiksæfingu og fór svo og spilaði undir hjá þeim á einhverju sjálfstæðisþingi. USS ... að maður skuli segja frá því að maður hafi verið innan um þetta fólk ;)
En allavega, það gekk fínt og ég fékk staðfest að öll bæjarfélög eru eins. Þegar ég var að spila vildi fólk auðvitað vita hver þessi ókunna manneskja væri og voru einhverjir með það á hreinu að ég væri Þorlákshafnarbúi ...??? En fyrst ég var að tala illa um Sjálfstæðismenn er eins gott að segja líka eitthvað gott um þá. Hann Geir H. Haarde var nefnilega að hlusta og karlinn vildi endilega fá senda styrkbeiðni og styrkja hópinn um rúm 100 þús. Þeir fá nú plús í kladdann fyrir þetta ..... :) En til að fyrirbyggja allan misskilning er ég ekki flokksbundin einum né neinum. Kýs aldrei það sama ....

Fyrst að við mæðgur vorum komnar alla leið á Selfoss var alveg eins gott að fara á Flúði og þangað brunuðum við. Við fórum í Garð til Ingibjargar og fjölsk.(hún ólst upp í húsinu okkar). Þar beið okkar þessi líka dýrindis grillmatur. Dvölin þarna minnti mig enn frekar á að í sveitinni er bestast að vera!!! :) þótt hitt sé líka ágætt. Daginn eftir kíkti ég svo aðeins á Flúðaskóla, alveg að missa mig af áhuga í menntamálunum :)

Á sunnudaginn fórum við til Dolla og Ingu. Ég ætlaði rétt aðeins að kíkja inn en stoppaði svo auðvitað í 9 klst. Dolli og Inga eiga besta nuddbaðið í geiminum og ég var svo heppin að fá að máta það aðeins. Eitt stykki í mitt hús takk, þegar þar að kemur. Svo sá ég líka litlu skvísuna þeirra Betu og Bigga, og VÁ hún er endalaust falleg. Ingi Rúnar eldri bróðurinn fór líka á kostum, næsti David Beckham!! Ég til með að segja nokkrar gamlar sögur af honum í leiðinni. Kannski búin að skrifa það einhvern tímann?? Þetta er doldið alheimsbarn, búinn að sjá meira en mörg önnur börn :)

1. Hann var í heimsókn á Kornsá og sá þar hundinn á bænum. Inga Rúnari leist ekkert rosalega vel á blikuna og forðaði sér inní hundabúrið (hundurinn var fyrir utan) og kallaði ,,takið úlfinn, takið úlfinn". :)

2. Hann kom líka í heimsókn á Blönduós og þá var honum sagt að hann væri kominn í sveitina. Litli kappinn kom inn og spurði ,,hvar eru ljónin?"

Svo kann ég ekki alveg nógu vel söguna af því þegar hann fór með mömmu í búðina og sá LAMBI klósettpappírinn.

Jæja .. Skrítin tilfinning að sitja hérna við tölvuna og vera ekki með samviskubit yfir að vera hvorki að læra né syngja. UUuuu liggur við að maður viti ekki hvað maður eigi af sér að gera, en heima bíður víst herbergi þar sem 75% hlutanna eru á vitlausum. Semsagt... ALLT á hvolfi.

Hvernig er svo næsta helgi?? Geim hjá okkur skvísuhittingsstelpum? ... eða á maður að drífa sig Norður?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home