Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, maí 27, 2004

Síðustu dagarnir í borginni

Nú er heldur betur farið að styttast í brottför mína til Danmerkur og reyndar Þýskalands!! Tveir dagar í herlegheitin ... Ég kem aftur kvöldið fyrir útskrift!!

Ég er fordómafull!!! Blokkin mín er þrifin af einhverju fyrirtæki sem er greinilega bara með útlendinga á sínum snærum. Mér finnst sumir þeirra fínir en aðrir fara í mína fínustu. Klósettið MITT er frammi á gangi fyrir utan herbergið mitt en þar eru tvö stykki. Annað þeirra nota krakkarnir sem eru að sprikla í leikherberginu en hitt held ég læstu og hreinu fyrir MIG. Ég læsi því bara með tíkalli að utan, voða simpelt. Um daginn var ég að koma í mínu mesta sakleysi og ætlaði að létta af mér. ÉG sný mínum tíkalli til þess að opna klósetthurðina og við mér blasti einn af þrifnaðarköllunum að skíta, já ég sagði skíta, Í KLÓSETTIÐ MITT!!! Mikið andskoti hljóp ég hratt inní herbergi, mér varð svo mikið um þetta allt saman. Þessi grey eru greinilega búin að fatta að það er klósettpappír inni á mínu klósetti en ekki barnaklósettinu og þess vegna farnir að sækja á minn griðarstað!! Svona er lífið í Ástúninu ....

Bíllinn minn er haldinn Norður í land!! Líf án bíls er ekki fyrir mig :-/ Mér finnst ég bara mjög bjargarlaus. ÉG þarf að fara á Selfoss í dag og Karen mín var svo yndisleg að lána mér Kormák (bíllinn hennar). Þetta er gæðagripur og bíll með sál, minnir mig nokkuð mikið á hann Gorba okkar (hvítu löduna sem mamma átti). Alvöru gripur sem maður ber virðingu fyrir :) EN .. minn er sjálskiptur, Kormákur ekki!! ÉG get svarið að fyrstu metrarnir á gæðingnum voru eins og ýkt atriði úr verstu ljóskubíómynd. ÉG hikstaði um götur og var alveg búin að gleyma hvernig bíll með kúplingu virkar. Fór líka á bensínstöð og leitaði vel og lengi að takkanum til að opna bensínlokið. En það þarf auðvitað engan takka á Kormáki til að opna bensínlokið!! ... Kormákur á líka geislaspilara þannig að nú er ég búin að vera með Coldplay og Sabya í botni. Rock on :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home